Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Qupperneq 58
að rekja leiðina út. Maður finnur sér punkt til að
byrja á og síðan reynir maður að komast út af
teppinu, fram hjá öllum kössunum. Þetta var
erfiðara en það hafði virst við fyrstu sýn. Ég
þurfti að snúa margoft við og byrja upp á nýtt
áður en ég komst eitthvað áleiðis.
Þegar þetta er að byrja að ganga eitthvað hjá
mér sé ég út undan mér hvar maður kemur
skeiðandi inn á barinn út úr salnum. Hann stað-
næmist við barinn og stingur hendinni ofan í
vasann. Þaðan dregur hann stóran vindil, mun
stærri en minn, og kveikir í. Þetta var frekar
ungur maður, líklega um fertugt, lágvaxinn og
grannur. Ég þekkti hann strax aftur. Við höfðum
hlýtt á erindi hans fyrr um daginn. Við fáum oft
menn til að halda erindi á þessum fundum um
ýmislegt sem snertir fagið. Þótt við séum allir
hættir að praktísera erum við enn á bólakafi í
faginu, sumir eru að kenna og í alls kyns grúski.
Þetta var Hollendingur, læknir og siðfræðingur,
og kenndi einhvers konar forspjallsvísindi við
háskóla sem ég man ekki lengur nafnið á. Þeg-
ar hann sá mig kinkaði hann kolli og rölti svo og
settist í sófann gegnt mér. Hann hafði mikið og
úfið hár á höfði.
Við tókum tal saman. í Ijós kom að hann hafði
ferðast heilmikið á íslandi og virtist þekkja
ágætlega til. Við höfðum þess vegna um eitt-
hvað að ræða. Svo fór ég að spyrja dálítið út í
erindið, svona fyrir kurteisisakir. Ungir háskóla-
menn eru margir þannig að þeir verða ógurlega
upp með sér ef maður sýnir áhuga á því sem
þeir eru að stúdera. Hann hafði í erindinu rætt
um nokkur atriði í sambandi við fósturgrein-
ingu. Ég nennti nú satt að segja ekki að fara út
í einhverjar rökræður og var eiginlega á leiðinni
inn í sal aftur þegar hann fór að segja mér frá
því að hann hefði fyrir nokkrum árum hafst við
á þýskum skjalasöfnum vegna áhuga síns á
læknum í Þriðja ríkinu.
- Einmitt það, sagði ég og var í þann veginn
að standa upp þegar hann tjáði mér að í einni
skjalageymslunni hefði hann meðal annars
fundið gögn sem tengdust íslandi.
- Nú, hvað áttu við? spurði ég og hafði ekki
augun af teppinu. Ég var að byrja að átta mig á
því hvernig maður ætti að fara að til að komast
fram hjá hvítu kössunum.
- Já, það er greinilegt að menn voru eitthvað
að rannsaka gömul íslensk bein, svaraði hann
og bætti svo við eftir dálitla umhugsun - það
starfaði reyndar íslendingur um tíma hjá einni
af þeim stofnunum sem komið var á fót til að
stunda þessar rannsóknir, stofnun sem því
miður ýmsir óvandaðir menn störfuðu síðar fyr-
ir.
Hann horfði á mig og ég skildi strax hvað
hann átti við. Maður hefur náttúrlega lesið um
þessa menn. Það höfum við allir gert. Það fór
ekki á milli mála að hann var að tala um það lið.
Ég stóð upp og gerði mig líklegan til að slíta
samtalinu, muldraði eitthvað um að kaffið væri
komið á borðið og setti upp mjög kurteislegan
kveðjusvip.
Þá áttaði ég mig.
Bíddu við, hugsaði ég. Hvað var maðurinn að
segja?
Ég spurði hann með hægð hvaða stofnun
þetta hefði verið. Hann fór með nafnið sem var
langt og ég greip það ekki í fyrstu tilraun.
- (slendingur segirðu, hvenær var hann þar?
Hollendingurinn hallaði sér aftur og saug vindil-
inn:
- Ég sá ekki betur en hann hafi verið þar milli
þrjátíuogsjö og fjörutíuogeitt, svarði hann - var
líklega hættur áður en það versta byrjaði.
Ég fékk einkennilegan fiðring í magann. Gat
þetta verið? Eftir allan þennan tíma. Það gat
varla farið á milli mála. Það kom eiginlega bara
einn til greina. Mér fannst með hreinum ólík-
indum að heyra þetta. Trúði satt að segja vart
mínum eigin eyrum. Það var orðinn býsna lang-
ur tími síðan ég hafði rifjað þetta upp, reyndar
mörg ár. Og þá allt í einu dúkkaði þetta upp hér
á þessu teppi, úr munni þessa úfna Hollend-
ings.
Ég leit sem snöggvast á úrið mitt og reyndi
að vera fljótur að hugsa. Svo leit ég aftur á
hann:
- Sástu mörg gögn sem tengjast íslandi?
spurði ég og reyndi að virðast annars hugar.
Fór að skima í kringum mig og setti hendur í
vasa. Hann sagði að skjölin sem tengdust (s-
landi og ýmislegt annað dót væru nú í geymsl-
um á vegum háskólans í Berlín.
,,Dót" - orðið bergmálaði í hausnum á mér.
- Merkilegt, ég vissi ekki að íslendingar
hefðu komið nálægt neinu svona löguðu, svar-
aði ég og velti því um leið fyrir mér hvort hann
sæi á mér að ég laug - hvað sagðirðu annars að
stofnunin hefði heitið?
Um hálftíma síðar var ég búinn að ákveða
mig. Ég fór fram í afgreiðslu. Þar stóð gamall
maður og lagði kapal. Ég bað hann um að gefa
mér samband við flugfélagið. Ég var að hugsa
um að leggja smávegis lykkju á leið mína heim.
III.
Ég fékk gluggasæti framarlega í vélinni. Hún fór
í loftið eldsnemma morguninn eftir. Ég lét mig
bara hverfa og skildi eftir skilaboð í lobbíinu fyr-
ir kollegana. Mér fannst ólíklegt að ég yrði leng-
ur en í mesta lagi tvo til þrjá daga en ég var al-
veg reiðubúinn að vera lengur ef ég kynni vel
við mig og veðrið yrði sæmilegt. Það var svo
sem ekkert sem beið mín heima. Ég hafði
merkilegt nokk aldrei komið til Berlínar áður og
ferðalagið lagðist almennt vel í mig.
Þegar vélin var komin í loftið starði ég út um
kýraugað. Um leið og við komum upp úr skýj-
unum birti til. Rautt teppi lá ofan á skýjabreið-
unni en í fjarska var eins og skýin væru með
gullbryddingum. Meðan ég sat þarna og starði
út í buskann rifjuðust þessar gömlu myndir upp
fyrir mér. Þær verða reyndar skýrari eftir því
sem aldurinn færist yfir.
Ég var úti að sópa planið fyrir framan stöðina
þennan morgun. Þetta var fyrsta vikan mín. Ég
var nýorðinn sextán ára og eini vikapilturinn
þetta árið. Taldist víst heppinn. Maður gat auð-
vitað ekki annað en verið þakklátur fyrir að hafa
fengið vinnu, eins og ástandið var. Mér hafði
verið falið að sjá um vorhreingerninguna á stöð-
inni. Þetta var snemma í júní. Það var norðan-
strekkingur og kalt. Esjan grá niður að rótum.
Ég man að ég sá þá ekki renna í hlað. Bíllinn
stóð bara allt f einu á planinu. Mér brá reyndar
dálítið því ég var eitthvað annars hugar eins og
maður verður stundum þegar maður vinnur
einhæft verk. Þetta var grár Opel, að mig minn-
ir.
Svo stigu þeir út.
Stúdentinn hafði ekið og var fyrri til. Hann