Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Blaðsíða 60
trukkurinn að hökta eitthvað. Hann kipptist til og ég var nærri dottinn af bekknum í einum rykknum. - Hvað nú, muldraði Ragnar og hægði ferð- ina. Bíllinn nam staðar í vegkantinum. Ragnar fór út og opnaði vélarhlífina. Smástund leið. Við hinir sátum þöglir inni á meðan. Svo birtist hann aftur glottandi: - Bensínstífludjöfull, sagði hann um leið og hann opnaði dyrnar, - tekur bara smástund, bætti hann við og skellti hurðinni aftur. Ég sá hann bretta upp ermarnar og svo hvarf hann undir hlífina á nýjan leik. Við sátum inni í þögn- inni. Þá sneri stúdentinn sér skyndilega við í framsætinu og spurði mig að nafni. Hann þér- aði mig. Röddin var mjó eins og hann sjálfur. Hann horfði ekki í augun á mér heldur á loftið í bílnum fyrir ofan höfuðið á mér. - Ég heiti ísólfur Pétursson, svaraði ég. Úlfur, sem sat á bekknum við hliðina á mér, leit þá á mig og rétti mér höndina. - Wolfgang, sagði hann lágt. Við tókumst í hendur. Handtakið var þétt. Stúdentinn rétti mér líka höndina en án þess að segja neitt. Hann hafði stórar hendur miðað við hvað hann varað öðru leyti fíngerður. Síðan sneri hann sér aftur við í sætinu, horfði fram og sagði þurr- lega: - Eruð þér nýr starfsmaður á stöðinni? Ég sagði þeim að ég væri eiginlega ekki starfsmaður heldur bara vikapiltur yfir sumarið. - Já, einmitt, svaraði þá stúdentinn og virtist annars hugar. Úlfur kinkaði kolli og setti skeifu á munninn til að láta vita að hann hefði skilið samtalið. Svo þögðum við allir drykklanga stund. Mér lék auð- vitað forvitni á að vita hvert við værum að fara. - Verður þetta mikill mokstur? spurði ég og reyndi að vera kumpánlegur. Stúdentinn þýddi spurninguna fyrir Úlf án þess að snúa sér við. Svo svaraði hann eftir dá- litla þögn. Hann talaði mjög hægt og yfirvegað og horfði beint fram á veginn á meðan: - Já, það þarf ábyggilega dálitið að grafa og róta til vikrinum, en við höfum vonandi eitthvað upp úr þessu. Það var greinilegt að þeir héldu að ég vissi allt um málið. Mér fannst allt í einu dálítið vand- ræðalegt hvað ég var illa upplýstur. Ég hugsaði mig um í smástund og spurði svo hvort það væri enn langur spotti ,,upp eftir". - Nei, þetta verða varla nema tveir tímar héðan af, svaraði stúdentinn um leið og Ragn- ar settist upp í bílinn. Ragnar ræsti vélina og gaf hressilega inn nokkrum sinnum. Leit svo hróð- ugur á okkur hina. ánni stinga í stúf við umhverfið, þeir eru svo vel grónir. Ég man að ég varð eiginlega stór- undrandi á þessu. Ég þurfti að hugsa mig um í dálítinn tíma áður en ég áttaði mig á því af hverju þetta var svona. Það blasti ekki við mér þá, óhörðnuðum unglingnum. Annars man ég að birkið var enn ekki laufg- að þennan dag. Vorið hafði verið kalt. Við ókum hægt eftir vegarspottanum sem lá upp með ánni. Þetta var eiginlega varla bílvegur heldur meira í ætt við reiðslóða. Út til kantanna var mikið af grjóti og vegna þess hve breiður trukk- urinn var þurftum við að silast áfram. Annars hefði bíllinn, og sjálfsagt við líka, liðast í sund- ur. Það var mikið f ánni og hún kolmórauð á lit-l inn. Mér varð starsýnt á auðnina sem blasti við handan Þjórsár. Þar var þá allt miklu minna gró- ið en nú er. Ég hafði aldrei áður séð samfellda svarta sandauðn, enda hafði ég þá ekki komið lengra en austur að Selfossi á ævinni. Þessi sjón vakti einkennilegar tilfinningar hjá mér. Ég fylltist af einhverri undarlegri ró. Það geri ég enn þegar ég á leið um sandana fyrir austan og í þau skipti sem ég hef komið upp á hálendið. Hekla sást ekki fyrir skýjum og ég hafði ekki hugmynd um að hún feldi sig bak við slæðuna. Við stoppuðum við Gaukshöfða og gengum upp til að virða fyrir okkur útsýnið. Höfðinn er við mynni dalsins vestan megin og af honum er gott útsýni yfir dalinn neðanverðan. Ragnar gekk fyrstur, enda í hlutverki leiðsögumanns. Þegar við vorum komnir upp hóf hann að segja frá Gauki á Stöng. Hann benti okkur í áttina að Stangarfjalli um leið og hann lýsti því fyrir okk- ur að Gaukur hefði verið mesti kappi íslands- sögunnar og miklu meiri afreksmaður en Gunn- ar á Hlíðarenda. En því miður hefði Gauks saga Trandiissonar týnst, líklega verið étin eða brunnið úti í Kaupmannahöfn, og því væri lítið sem ekkert vitað um ævi kappans: - Nema hvað að hann hélt við kellinguna á næsta bæ, sagði hann og horfði sposkur á mig. Ég gerði tilraun til að brosa. Ragnar var heimamaður, hafði verið hér margoft í smala- mennsku og þekkti öll örnefni í dalnum. - Þarna niður frá, sagði hann og benti yfir á sandsléttuna handan árinnar, hinum megin í dalnum - þarna er staðurinn, þarna undir fjall- inu. Svo sneri hann sér að stúdentinum: - Þar hefur fokið ofan af þeim á bletti. Stúdentinn leit á Úlf og benti líka. Úlfur kink- aði kolli eins og hann var vanur. Ég held að á þessum tímapunkti hafi byrjað að renna upp fyrir mér að leiðangurinn væri lík- lega ekki tengdur stöðinni. Hér var greinilega eitthvað allt annað á seyði. Ég reyndi þó allt hvað ég gat að láta þá ekki sjá neitt á mér. Við Ragnar gengum aftur niður að bílnum en stúdentinn og Úlfur urðu eftir uppi. Þeir skimuðu í kíki og tóku myndir. Þegar við kom- um að bílnum náði Ragnar í mjólkurkassa sem var undir bekknum. Þaðan tók hann upp kaffi- brúsa og ýmsar kræsingar, smurt brauð og kleinur. Við vorum auðvitað allir orðnir svangir. Stúdentinn og Úlfur voru í hrókasamræðum á leiðinni niður. Ég settist á þúfu og tuggði rúg- brauð með kæfu. - Hér voru allmargir bæir áður og allt öðruvísi umhorfs, heyrði ég stúdentinn útskýra fyrir Úlfi þegar þeir nálguðust okkur - blómleg sveit, skógur, grösugar engjar. Hann þagnaði um stund og Ragnar stóð upp til að rétta þeim bolla. Ragnar hellti fyrst í hjá Úlfi og svo stúdentinum. Hann skenkti þeim mjög varlega og var greinilega að leggja sig fram við að trufla ekki stúdentinn meðan hann hélt áfram að útskýra fyrir gestinum: - Hinir fornu voru vanir að byggja bæi sína uppi á hólum eða utan í hlíðum til að geta fylgst með mannaferðum. Það þurftu þeir að gera vegna þess að hver og einn var kóngur í ríki sínu. Það var ekkert ríkisvald í landinu. En Það er fallegt á Þjórsárbökkum. Hólmarnir í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.