Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2002, Page 62
þeim. Þau Ijómuðu öll eins og þau væru upp með sér. Úlfur benti á myndavélina og var greinilega að reyna að koma fólkinu í skilning um að hann hefði áhuga á að taka myndir. Ragnar þýddi táknmálið fyrir þeim og ég sá að bóndinn kink- aði kolli. En börnunum stóð nú greinilega sífellt meiri stuggur af þessum einkennilega gesti. Þau tíndust inn í bæinn eitt af öðru og skömmu síðar fór húsfreyjan á eftir þeim. Úlfur tók nokkrar myndír af bóndanum og bæjarhúsun- um en þakkaði síðan fyrir sig með hneigingu. Hann rölti aftur í átt til okkar en Ragnar stóð enn og spjallaði við bóndann. Síðan þá hef ég reyndar aldrei séð þennan sama eyðilega og hrjóstruga dal. Nei, ég hef all- ar götur síðan séð landið eins og það hlýtur að hafa iitið út; búsældarlega sveit, tún og engi. Það verður allt Ijóslifandi í hvert sinn sem ég kem þangað, næstum óþægilega skýrt. hann á einhverju sem myndar dálitla bungu víð hlið hans öðrum megin. Þegar hann kemur nær sé ég að hann muldrar eitthvað fyrir munni sér en ég heyri ekki hvað það er fyrir hófatakinu og háværu suði regnsins. Hann er áhyggjufullur. - Ég hefði viljað ná nokkrum myndum af börnunum, sagði hann um leið og hann settist. Stúdentinn jánkaði eitthvað í hálfum hljóð- um. - Já, þetta eru falleg böm, sagði hann eftir dálitla stund og bætti svo við, - við höfum ver- ið að mæla íslensk börn, eiginlega dálítið mörg. Við ætlum okkur að bera indexana saman við rannsóknir frá öðrum löndum. Mér var nú farið að skiljast að samferða- menn mínir voru einhvers konar vísindamenn. En ég átti sem fyrr algerlega ómögulegt með að átta mig á því hvað við vorum að vilja þarna. Og ekki óraðí mig fyrir því sem dagurinn átti eftir að bera í skauti sér. IV. Leiðin gegnum hraunið var ágætlega fær. Þarna lá ógreinilegur slóði en hann var þó eiginlega mun skárri en aðrir slóðar sem við höfðum ekið. í raun er hraunið ekki réttnefnt hraun því það er alþakið þykku lagi af vikri og ösku. Þetta var nánast allt gróðurlaust á þessum tíma, Sums staðar sökk trukkurinn í vikurinn og maður heyrði að hann spólaði Ktillega. Við náðum þó ekki að festa okkur því Ragnar ók mjög greitt. Hinn stöðugi hristingur var nú horfinn en við og við tók bíllinn harkalegar byltur svo að maður þurfti að halda sér í til að hendast ekki til. Á leiðinni byrjaði skýjahulan að þynnast yfir Heklu. Ég áttaði mig ekki á því hvað var að ger- ast fyrr en ég sá skyndilega glitta í eitthvað dökkt á bak við skýin. Svo starði ég á meðan myndin varð smátt og smátt skýrari. Fyrst kom í Ijós lárétt svart strik og sfðan flettust skýin út frá því uns fjallið var allt komið í Ijós. Og þá stóð hún þarna, þannsett, kolsvört og Ijót. Ekki veit ég reyndar hvort mér fannst hún Ijót þegar ég sá hana þarna í fyrsta skipti en mér hefur alltaf þótt hún Ijót síðan. Þegar fjallið blasti við í heild sinni skildi ég fyrst hvernig stóð á hrauninu og gjóskunni og hvers vegna dalurinn var svona eyðilegur. Reynsla mín þennan dag losaði held ég um skrúfu í kollinum á mér að þessu leyti. Hún bjó til alls kyns myndir sem ég hef ekki getað losn- að við. Ég mun aldrei losna við þær. Fyrst sé ég bara græna móðu. Síðan sé ég smátt og smátt birkilauf út um allt. Því næst sverar bjarkir sem vaxa fyrirhafnarlaust undir svörtum hömrum og utan í skjólsælum brekk- um. Ofar tekur við kjarr og efst f hlíðunum þykkur lyngmosi. Því næst víðan dalbotn þar sem grasið er smátt og smátt að hafa sigur. Enn er þó lundur á stöku stað. Víða eru hálf- dauðir stubbar afhöggvinna trjáa sem standa upp úr á sléttunni eins og afhöfðuð dýr. Ég sé stíga og troðninga sem eru eins og brúnar rák- ir á grænmáluðum striga. Áin er hlykkjótt slanga sem skiptir myndinni til helminga. Ég sé þetta allt. Loks finn ég óljósa reykjarlykt í lofti. Hún blandast saman við lykt af taði og mykju; úrgangi spendýra. ( bakgrunni greini ég lykt af mannaskít. Ég sé lítinn dreng koma hlaupandi snemma morguns eftir stig sem liggur niður með ánni. Það er hásumar, algert logn og hvergi ský á himni. Drengurinn er votur í fæturna af dögginni en hann tekur ekki eftir því. Honum er mikið niðri fyrir. Hann er sendiboði með áríðandi skila- boð til Ijósmóðurinnar sem býr neðar í dalnum. Fótatakið er létt, sá sem hleypur er ekki þungur. Þegar hann á skammt eftir heim að bænum fer| hundurinn að gelta og ýlfra f hlaðinu. Drengurinn herðir á sér á endasprettinum. Miðaldra maður lýkur upp mjóum dyrum á moldarbrúnum vegg. Um leið og hann rekur höfuðið út fyrir blindast hann af morgunsólinni og sér þess vegna ekki gestinn sem kemur hlaupandi. Finnur bara skyndilega þegar drengurinn kastar sér móður og másandi í fangið á honum. Ég sé líka mann koma ríðandi sömu leið í rigningu og roki að áliðnu hausti. Hann er í svartri hempu og hefur hettu á höfði. Hann heldur með annarri hendi í tauminn en hin höndin er falin undir hempunni. Þar heldur Ég horfi á eftir honum fjarlægast og hverfa inn í haustlitina. Allt er heiðgult. Ég sé ána renna í sínum mörgu bugðum og greinum, ísilagða á vetrum, stórfljót á vorin og lygna á sumrin. Ég sit á steini við ána og fæ að vita að hér sé oft logn, jafnvel svo dögum skipt- ir. Að á heitum sumardögum sé fallegt hér og þá finnist fólki gott að búa í þessum dal. Þá lofi íbúarnir himnasmiðinn og alla þá heilögu. Þakki fyrir að yngstu börnin skuli hafa lifað veturinn, að sátt skuli hafa náðst um hrístekjuna, að brjóstverkurinn hafi linast. Á slíkum dögum iði dalurinn af lífi. Krakkar af bæjunum fari og svamli í ánni ef ekki þurfi að vinna verk heima við eða hirða hey af engjunum. Ég heyri kliðinn. Öll hljóðin blandast saman - busl og skvettur, hvell hróp, skrækir, hundar sem ýlfra og gelta, naut sem baular bundið við tré, kona sem missir frá sér stunu í skóginum, maður sem ræskir sig efst uppi á fjallsbrún. Líka blóðugur hósti undan feldi f myrkvaðri stofu. Hann boðar haust í lífi ungrar konu með- an sumarið dunar fyrir utan. Þegar þessi hljóð deyja út heyri ég óminn frá klukkunni í bænahúsinu á Höfuðskeljastöðum. Ómurinn rýfur kalda vetrarkyrrðina. Á völlunum neðan við bænahúsið hafa verið teknar nokkrar

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.