Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 17
SÖGULJÓÐ BORGARINNAR
Alstaðar eru þeir, alstaðar teygja þeir fram klærnar, langar og gripfastar - alstaðar
sjúga þeir sig fasta og drekka blóð viðskiftanna - ýmist Iæðast þeir hljóðlega eins
og kattarfætt villidýrin í frumskógunum eða stökkva með reiðiöskri á bráð sína.
(Sonur hefndarinnar, 17)
Braskararnir eru kvikindi sem drepa og nærast á því sem aðrir drepa. Slík
dýr finnast í borginni og ekki laust við að túlka megi borgina sem frum-
skóg; þröngan og villugjarnan, fullan af lævísum rándýrum og hræætum
og stórhættulegan. Allt önnur eru afkvæmi íslensku sveitarinnar:
Hrikafegurð og ógnir íslenskra háíjalla höfðu mótað ætt Víglundar, og við lindir
jöklanna drukku þeir þrótt, og langræknir vígamenn urðu þeir, sem kúgararnir
gerðu ekki að aumingjum.(19)
Sveitin hefur mótað skapferli og útlit Víglundar. Hann er sagður „ungur,
fagurvaxinn jötunn“ (104) og „blóðið hljóp fram í kinnar [...] fjallkon-
unga.“ (41) Síðar meir er föður Víglundar lýst sem kóngi þegar Elín,
systir Víglundar, rifjar upp bernsku þeirra systkina:
Enginn maður var henni kærari. [... ] Og svo hafði það ávalt verið, alt frá því þau
í bernsku ljeku sjer í heiðlofti íslenskra háfjalla. Meðan brekkurnar voru í augum
þeirra grænar og gyltar og fjarlæg bláfjöll sögðu sögur um stórar áætlanir og fögur
fýrirheit - meðan faðir þeirra, hið gráskeggjaða risamenni, bar þau á örmum sjer
og sýndi þeim öll ríki veraldarinnar í afdalnum, þar sem hann var konungur. (54)
Víglundi er lýst sem fagurvöxnum jötni; faðir hans er „risamenni“ og
konungur afdalsins. En kjör Víglundar og Elínar breytast þegar þau
koma til borgarinnar, fjarlægu bláfjöllin með fýrirheitin fögru reynast
fela annan og myrkan veruleika:
»Þjófur og skækja!« - Það voru örlög þessara lífsþyrstu ofurhuga, sem með
björtum, blikandi barnsaugum höfðu heilsað borginni fýrir nokkrum árum. (55)
Þessi hugmynd tengist þeirri mannkynbótastefnu sem átti fylgi að fagna
víða um heim á fyrri hluta 20. aldar. Hún birtist á íslandi meðal annars í
þeirri hugmynd að bændastéttin væri besti stofn þjóðanna og mikilvægt
væri að viðhalda byggð í sveitum og tryggja að bændur fjölguðu sér sem
mest til að þjóðinni fleygði fram. Þetta má t.d. sjá í áskorun sem birtist í
blaðinu Degi á Akureyri árið 1927 undir yfirskriftinni „Unga ísland“. Þar
var skorað á íslendinga að hlúa að uppeldi æskunnar en æ fleiri ung-
menni skorti snertingu við náttúruna og holl lífsgildi sveitasamfélags-
TMM 2005 • 1
15