Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 17
SÖGULJÓÐ BORGARINNAR Alstaðar eru þeir, alstaðar teygja þeir fram klærnar, langar og gripfastar - alstaðar sjúga þeir sig fasta og drekka blóð viðskiftanna - ýmist Iæðast þeir hljóðlega eins og kattarfætt villidýrin í frumskógunum eða stökkva með reiðiöskri á bráð sína. (Sonur hefndarinnar, 17) Braskararnir eru kvikindi sem drepa og nærast á því sem aðrir drepa. Slík dýr finnast í borginni og ekki laust við að túlka megi borgina sem frum- skóg; þröngan og villugjarnan, fullan af lævísum rándýrum og hræætum og stórhættulegan. Allt önnur eru afkvæmi íslensku sveitarinnar: Hrikafegurð og ógnir íslenskra háíjalla höfðu mótað ætt Víglundar, og við lindir jöklanna drukku þeir þrótt, og langræknir vígamenn urðu þeir, sem kúgararnir gerðu ekki að aumingjum.(19) Sveitin hefur mótað skapferli og útlit Víglundar. Hann er sagður „ungur, fagurvaxinn jötunn“ (104) og „blóðið hljóp fram í kinnar [...] fjallkon- unga.“ (41) Síðar meir er föður Víglundar lýst sem kóngi þegar Elín, systir Víglundar, rifjar upp bernsku þeirra systkina: Enginn maður var henni kærari. [... ] Og svo hafði það ávalt verið, alt frá því þau í bernsku ljeku sjer í heiðlofti íslenskra háfjalla. Meðan brekkurnar voru í augum þeirra grænar og gyltar og fjarlæg bláfjöll sögðu sögur um stórar áætlanir og fögur fýrirheit - meðan faðir þeirra, hið gráskeggjaða risamenni, bar þau á örmum sjer og sýndi þeim öll ríki veraldarinnar í afdalnum, þar sem hann var konungur. (54) Víglundi er lýst sem fagurvöxnum jötni; faðir hans er „risamenni“ og konungur afdalsins. En kjör Víglundar og Elínar breytast þegar þau koma til borgarinnar, fjarlægu bláfjöllin með fýrirheitin fögru reynast fela annan og myrkan veruleika: »Þjófur og skækja!« - Það voru örlög þessara lífsþyrstu ofurhuga, sem með björtum, blikandi barnsaugum höfðu heilsað borginni fýrir nokkrum árum. (55) Þessi hugmynd tengist þeirri mannkynbótastefnu sem átti fylgi að fagna víða um heim á fyrri hluta 20. aldar. Hún birtist á íslandi meðal annars í þeirri hugmynd að bændastéttin væri besti stofn þjóðanna og mikilvægt væri að viðhalda byggð í sveitum og tryggja að bændur fjölguðu sér sem mest til að þjóðinni fleygði fram. Þetta má t.d. sjá í áskorun sem birtist í blaðinu Degi á Akureyri árið 1927 undir yfirskriftinni „Unga ísland“. Þar var skorað á íslendinga að hlúa að uppeldi æskunnar en æ fleiri ung- menni skorti snertingu við náttúruna og holl lífsgildi sveitasamfélags- TMM 2005 • 1 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.