Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 75
Glæpur, refsing, ábyrgð
höfunda sem þar að auki voru allir saman í menntaskóla. Það stendur
engin ein kynslóð í sviðsljósinu ótrufluð og þótt sömu höfundar og síð-
ustu ár raði sér í efstu sæti metsölulista og þeir séu allir af sömu kynslóð
þá er fjöldi annarra höfunda kominn upp að hlið þeirra.
Sumir hafa jafnvel freistast til að tilkynna kynslóðaskipti með tilheyr-
andi afhausunum. Björn Þór Vilhjálmsson skrifaði í Morgunblaðinu um
bækur þeirra Einars Más Guðmundssonar og Steinars Braga dóma sem
birtust saman dag (27. nóv.). Titillinn á ritdómnum um Bítlaávarpiö eftir
Einar Má er: „Hinsta andvarp ’68 kynslóðarinnar“ en um Sólskinsfólk
Steinars Braga segir Björn Þór: „Gljáandi skáldsaga“. Má ekki þýða þetta
einfaldlega sem: „Konungurinn er dauður - lengi lifi konungurinn“?
En svona einfalt er þetta ekki, við höfum meðal okkar lifandi sönnun
þess að höfundar geta haldið áfram að skrifa frjóar og nýskapandi skáld-
sögur löngu eftir fimmtugt og jafnvel eftir eina eða fleiri miðlungsbækur,
Guðbergur Bergsson heldur sínu striki og vel það í nýjustu bók sinni, Lörn-
uöu kennslukonunum. Þetta er fýrsta skáldsaga Guðbergs í 10 ár eða síðan
Ævinlega kom út árið 1994. Ég veit ekki hvort hægt er að segja að Guð-
bergur komi manni á óvart lengur, sama upp á hverju hann tekur, en þessi
saga sýnir að hann ennþá í fullu fjöri sem nýskapandi höfundur og von-
andi kemur hún flatt upp á einhvern. Hún er býsna ögrandi á fleiri en einn
hátt. Söguhetja Lömuðu kennslukvennanna kemur í upphafi sögu heim frá
námi í fagurfræði á Italíu. Móttökurnar eru snautlegar. Hann fær hvergi
vinnu við hæfi og heimóttarskapur íslendinga er alger. Þetta minnir á
köflum á það þegar Guðbergur sjálfur er að segja þjóðinni til syndanna í
misskemmtilegum blaðagreinum, en þegar nöldrið er komið í búning
skáldskapar verður það í senn beinskeytt og fyndið.
En þótt þessi saga Guðbergs fjalli öðrum þræði um íslenskt hugarfar á
fremur yfirborðskenndan hátt og sumum lesendum þyki nóg um það
kynlífssagnasafn sem streymir fram eftir að sögumaður kemst í kynni við
lömuðu kennslukonurnar sem hann er ráðinn til að gæta held ég að
menn verði að skyggnast aðeins dýpra til að sjá hversu merkileg þessi
saga er í raun og veru.
Það er engin tilviljun að aðalpersónan er menntuð í evrópskri fagur-
fræði. Oft hefur verið rætt um það að íslensk menning sé í ríkum mæli
byggð á frásögnum fremur en rökhugsun, að í stað þess að beita rökum
og heimspekilegri greiningu kjósi íslendingar ævinlega að segja sögur og
drepa þannig málum á dreif. Sagan um Lömuðu kennslukonurnar er
útmálun á þessum hugsunarhætti, háðsk og beitt eins og höfundinum er
tamt. Þetta er saga sem má túlka sem dæmisögu um íslendinga, frásagnar-
dýrkun þeirra og sjálfsupphafningu á kostnað alls þess sem er framandi.
TMM 2005 • 1
73