Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 38
Bergljót Jónsdóttir
Hátíðin stendur aðeins í tólf daga í maí og það þarf að koma fyrir
mörgum atburðum á dag. Undirbúningsvinnan er mikil en fáir verða
varir við hana, svo kemur hátíðin eiginlega eins og gos - sem vonandi
skilur eftir sig eitthvað betra en brunasár!
Þegar ég kom að hátíðinni fannst mér hún of lokuð,“ heldur Bergljót
áfram. „Hún hafði orð á sér fyrir að vera aðeins fyrir hina fáu útvöldu, þá
sem voru svo heppnir að geta útvegað sér miða eða var boðið. Þetta voru
að vísu bara sögusagnir, oftast voru laus sæti á viðburðunum, en þær
sýndu samt að þröskuldurinn inn á hátíðina var orðinn of hár.
Hátíðin rekur samfellda sögu sína aftur til ársins 1953 og í upphafi var
hún „eign“ bæjarbúa. í einu af dagblöðunum það ár er fólk hvatt til að
þvo glugga og hreinsa í görðunum sínum áður en hátíðin byrji í fyrsta
sinn - og þannig var það lengi vel. Á götum úti iðaði allt af lífi, og fólk-
inu í bænum fannst, að ég held, að það ætti stærri hlut í henni þá en það
átti 1995. Ég ákvað að reyna að færa hátíðina aftur í fyrra horf að þessu
leyti, en sem betur fer var ekki nægilegt fjármagn fyrsta árið mitt, 1996,
til að kosta stóra útidagskrá. Hefði ég gert þann draum að veruleika hefði
öllu rignt beint niður í rennusteininn og listamenn lifað við mikla vos-
búð! En síðan hef ég alltaf haft prógramm úti á götu ókeypis og það varð
viðameira með hverju ári. Mér finnst nauðsynlegt að koma fólki á óvart
í sínu daglega lífi, fá það til að stoppa, líta upp ffá amstri dagsins og
brosa. Þetta hefur breytt viðhorfi fólks til hátíðarinnar heilmikið. Eitt
árið rigndi allt til helvítis eins og auðvitað hlaut að gerast einhvern tíma
í Bergen! Hún er fræg fyrir votviðri og ég passaði alltaf að geta flutt
atriðin inn ef nauðsyn krefði. Toppurinn var 2002 þegar ég hélt alla opn-
unarhátíðina úti fyrir um tuttugu þúsund manns. Þúsund börn tóku þátt
í að undirbúa viðburðinn, Sinfóníuhljómsveitin í Bergen lék og það var
frumflutt tónverk sem hundrað barnaskólabörn, bara venjuleg börn, ekki
sérstakir tónlistarnemar, höfðu tekið þátt í að semja. Önnur skreyttu allt
torgið eða sömdu kammerverk sem frumflutt voru út um allan bæ. 100
tónverk voru frumflutt þann daginn. í opnunarverkinu komu þau hjól-
andi inn á torgið og dreifðu sér út um allt, og svo var tónverkið spilað á
reiðhjól, blöðrur og slöngur og sinfónísk hljóðfæri líka. Það var alveg frá-
bært. Bergenarsöngurinn það árið kom af himnum ofan úr loftbelg!
Þennan dag var 25 stiga hiti og sólskin í bænum. Hefði getað verið 5 stiga
hiti og rigning.
Þetta var einn af hápunktunum í starfinu, en þeir voru margir.“
36
TMM 2005 • 1