Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 63
Þrír risar
Áður hefur Indra raunar tekið fram að sér þyki kveinstafir mannfólksins
keyra mjög úr hófi: „Ty deras modersmál det heter klagan“ og það kveður
hann bera vitni um vanþakklæti.
Dóttir Indra stígur niður á jörð og kemst strax í fyrsta atriði verksins að
niðurstöðu sem síðan verður þrástef í leikritinu: „Det ár synd om mánn-
iskorna!“7 (1966:88) og er ýmist endurtekið óbreytt eða með tilbrigðum
eins og „Det ár inte/icke látt att vara mánniska!“ „Stackars mánniskor!“,
„Livet ár svárt!“ eða Livet ár ont!“ svo nokkrar gerðir séu nefndar.
í gamanriti til Guðrúnar Kvaran fyrir drjúgum áratug (1993) lék ég
mér að þeirri hugmynd að í raun hefði Halldór Kiljan Laxness þýtt þrá-
stefið úr Ett drömspel mjög skemmtilega með orðum móður organistans
í Atómstöðinni: „Aumingja blessuð manneskjan!“ Þá hafði ég ekki tekið
eftir að höfundurinn hafði löngu áður byrjað að leika sér að stefmu á
þann veg að verulegu máli gæti skipt. Það virðist mér gerast með vissu í
Sjálfstæðu fólki.8
Það er Einar Jónsson í Undirhlíð sem þýðir Strindberg nákvæmast í
eftirmælunum eftir Rósu, kvæði sem hefst svo:
Bágt á þjóð í þessum heimi.
í þessum heimi brjóstin ung
eru, líkt og guð þeim gleymi,
gangstígur, sem örlög þung
troða undir stígvél stunda,
stígvél járnuð grimmd og sorg;
fætur manna, fætur hunda,
fletja brjóstin eins og torg.
(1934:215. Leturbr. mín).
Fyrsta ljóðlínan felur í sér alveg sjálfstæða yfirlýsingu og fylgir Strindberg
nákvæmlega. „Mánniskorna“ hjá Strindberg verða „þjóð í þessum heimi“
og hún á bágt. Framhald erindisins er ágæt hliðstæða við sýn Agnesar á
mannlífið en engin rittengsl fmn ég þar.
Það er þó Bjartur í Sumarhúsum sjálfur sem mér virðist fyrstur nota
þrástefið úr Ett drömspel, en að sjálfsögðu samkvæmur sinni náttúru:
Hann skilur allt jarðlegri skilningu auk þess sem höfundur notar sér
orðaleik9 sem eiginlega sviptir setninguna allri upphafningu og væri jafn-
vel freistandi að kalla afhelgun. Dæmin í Sjálfstæðu fólki eru vissulega
færri en í Ltt drömspel, en samt svo þungvæg í sögunni að ég hika ekki
við að segja að Ett drömspel sé meðal lyklanna að Sjálfstæðu fólki.
I máli Bjarts eru þessi dæmi (leturbreytingar mínar):
Bjartur reisti hana á fætur og þurrkaði af henni leirinn með snýtuklútnum sínum,
kvenkynið er nú einu sinni aumara en mannkynið, sagði hann (1934:47-8).
TMM 2005 • 1
61