Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 44
Bergljót Jónsdóttir
segja upp var mjög erfitt. Að opna blöðin á hverjum morgni í marga
mánuði og spyrja ekki: er eitthvað í dag? heldur: hvað segja þeir í dag!
Dag eftir dag eftir dag eftir dag ... það er erfitt. Dagblöðin á Vesturland-
inu voru neikvæðust en Oslóarblöðin voru í raun rnjög jákvæð í minn
garð þegar á leið.
Innihaldið í því sem ég gerði hefur enn þann dag í dag ekki verið
gagnrýnt - þvert á móti, og það er það sem skiptir máli.“
Að breyta sýn
Hvaðfinnst þér þú hafa lært á þessu starfi?
„Ég hef lært mjög mikið. Mest hef ég lært um manneskjuna sjálfa og
hvað hún hefur að geyma, hversu margslungin hún er. Ég hef kynnst frá-
bærum listamönnum og áttað mig enn betur á því hve mikilvægu hlut-
verki listirnar gegna í ólíkum þjóðfélögum. Mér hefur skilist hversu
heppin við erum sem búum á Vesturlöndum, þrátt fyrir allt. Skilningur
manns á mikilvægi tónlistarinnar hlýtur að breytast við að kynnast
Afgana sem ekki hefur getað spilað á hljóðfærið sitt í mörg ár án þess að
eiga á hættu að vera drepinn. Eða þegar maður hittir samviskufanga frá
Kína sem hefur haldið í sér lífinu í fangelsinu með því að semja tónlist og
yrkja ljóð. Á hinn bóginn varð ég í Bergen að taka þátt í endalausum
umræðum um hvort æfingar á dag mættu vera 4 eða 5 klukkutímar og
reyndi að átta mig á því af hverju ekki var hægt að mæta á æfmgu á upp-
stigningardag.
Mér dettur líka í hug ein af mínum góðu samstarfskonum í fjarlægum
löndum. Hún er frá íran, lágvaxin eldri kona og heitir Soudabe. Við erum
alltaf að tala um hvernig við getum búið til net - tengslanet út um allan
heim. Það kann hún. Hún ferðast um lönd Araba fyrir sjálfa sig, mig og
aðra sem ekki hafa tök á að komast þangað sjálfir. Einu sinni þegar ég var
stödd á skrifstofu annars vinar míns í París hringdum við í hana til
Afganistan þar sem hún var þá stödd til að spyrjast fýrir um tónlistar-
menn sem okkur langaði til að bjóða til Parísar og Bergen. Þá sagði Sou-
dabe í miðju símtali: „Æ, æ, bíðið þið aðeins, ég heyri ekkert fyrir þessari
skothríð hérna úti, ég verð að loka glugganum!“ Þá var hún á flakki á
sjálfum átakasvæðunum að leita að fhnkustu tónlistarmönnunum -
þeim allra bestu. Hún vissi að hverju hún var að leita, hún vissi ekki hvar
það var nákvæmlega en hún kunni að leita. Ég kynntist slíku fólki, sem
lagði á sig endalaust erfiði til þess að hjálpa okkur til að eignast smáhlut-
deild í menningarlegri auðlegð heimsins og til að hjálpa listafólki sem var
42
TMM 2005 • 1