Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 110
Bókmenntir ofan er blár himinn sem erfitt er að segja til um hversu lengi verður blár. Það er hins vegar vitað með vissu hvenær Europa siglir brott - það verður innan nokkurra klukku- stunda - (bls.24) Haldið er fram einhverri vissu, konkretum sannleika, og svo er farið algerlega á skjön við þessa vissu í næstu hendingu á effir. Þetta er stundum að finna í mikil- vægum efnisatriðum (sbr. vafann um bein Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benediktssonar í grafreit á Þingvöllum á bls. 127 í Samkvæmisleikjum) en þessi margræðni liggur ekki síður í smáatriðunum sem undirbyggja alla söguna. Efinn er viðvarandi, lesandinn hættir að treysta sjálfum sér og lestri sínum; hættir jafn- vel að treysta sögumanninum og textanum sjálfum, því hann er eitt gatasigti. Reyndar játar textinn þetta fúslega og kemur oft upp um sig, líkt og í tilvitnun um prentun í upphafi þessarar greinar og í eftirfarandi orðum prentnemans Friðberts, sem er aðalsöguhetja bókarinnar: „Eins og þegar maður reynir að lýsa einhverjum hlut eða einhverju sem kemur fyrir mann; um leið og maður setur það í orð er það orðið eitthvað allt annað en það var.“5 I Samkvæmisleikjum er þessi tónn óöryggis, óstöðugleika, efasemda, myrkurs og óræðrar merkingar sleginn strax í upphafi, með stuttum, ljóðrænum og hnit- miðuðum prologus (sem gæti vel staðið einn og sér sem dulmagnað prósaljóð): Eins og allir aðrir hlutir - og allt fólk - kemur brúðan innan úr myrkrinu. Hún finnst í gömlum pappakassa í geymslunni og vegna þess að hún var geymd í kassanum hefur ekki fallið á hana rykarða; hún er jafn gömul og hún var fyrir tuttugu eða tuttugu og fimm árum, og ætli hæð hennar mælist ekki í svipuðum tölum; ætli hún sé ekki sirka tuttugu til tuttugu og fimm sentimetra há. Ef hægt er að tala um að hlutir hafi ákveðið kyn er nokkuð ljóst að brúðan er karlkyns. [...]6 Ofan á tregðuna og skilafrest á merkingu er fjölmargar persónur að finna í Sam- kvæmisleikjum, leikurinn berst víða um borg og sveitir (þó aðallega borg) og hinir fjölmörgu þræðir atburða tengjast á flókinn og stundum óræðan hátt. Sagan er spæjari að því leytinu til að í einstökum þráðum hennar er að finna lykilsetningar að aðstæðum sem koma fyrir síðar, og við annan lestur fékk ég tíðum hrifningarhroll við að lesa setningar sem voru ósköp sakleysislegar en reyndust - þegar upp var staðið - allt annað en saklausar (eðli málsins vegna get ég ekki tilgreint einstök dæmi). I þessum hafsjó efasemda og merkingar sem sífellt flýr sjálfa sig er engu að síður að finna afgerandi tinda í frásögninni. Sagan öll er loðin, óskýr, óendan- lega hæg í lýsingum, en svo skjótast upp hvassir klettar: það sem er grimmilegt er mjög grimmilegt, það sem er kynæsandi er afgerandi kynæsandi, hið átakan- lega er geysi átakanlegt. Og vitanlega verða þessir hvössu toppar enn meira áber- andi og áhrifamiklir þegar þeir stingast svona upp úr hinu mjúka ryki sem meg- intexti bókarinnar er. Það er kosturinn við að þreyta lesandann og rugla hann í ríminu, á þann hátt verður hann móttækilegri og varnir veikjast. Þrátt fyrir allt ofangreint er afgerandi húmor alla bókina í gegn. Hann er þó aldrei í formi dæmigerðra brandara, miklu fremur er honum laumað inn í 108 TMM 2005 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.