Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 10
Páll Ólafsson SÍÐASTA VÍSA PÁLS ÓLAFSSONAR (nefhd svo í safni Jóns G. Nikulássonar af Páls-ljóðum) Af hægra auganu hef ég ekkert gagn, í hinu vinstra er lítið sjónarmagn, heyrnin þrotin, taugakerfið tál. Það tekur því varla að kalla mig lengur Pál. Hallfreðarstaðir 30. jan 1887 Ástkæri bróðir! - Mér líður vel, fer aldrei að heiman, get ekki af Ragnhildi séð og Bjössa. Hestarnir þar til í fyrradag óaldir, óklipptir og ójárnaðir. Allt fyrir þetta er ég sæll í húsi mínu, glaður á manninn þegar góðir vinir heimsækja mig. Hinir þreyta mig. Ekkert hef ég nú fyrir stafni í vetur nema safna í eitt allri minni póesí, ekki til prentunar heldur sem arfafé handa Bjössa og Ragnhildi. Það er nú orðið talsvert mál. Ef þú átt nokkuð sem hirð- andi er þá sendu mér það. Svo ekki meira um mína póesí nema að ég veit ég á mikið rugl í öllum myndum í bréfum mínum til séra Björns í Lauf- ási. Vinarbragð sýndi Þórhallur sonur hans mér ef hann sendi mér öll mín bréf, því þau eru flest óeydd, eftir sem séra Björn skrifaði mér. Væru þið [Þórhallur Bjarnarson] vinir bæði ég þig að biðja hann þess. Fáist það ekki af þér þá þarf ég að skrifa honum, en vil ekki ellileiður og ellihryggur komast í bréfskipti við þá sem eru á fyrsta fjörsprettinum. Skratti er lífið orðið leiðinlegt. Þarna sofnaði ég frá í gærkvöldi og [er] nú hér sálarlaus fyrir dag því ég þarf að klára alla reikninga í dag og senda í veg fyrir póst upp að Kollstöðum. Nú hef ég rutt úr mér töluverðum óþverra í amtið, landshöfðingja og fógetann og við hreinsunina hefur mér skánað og kem nú til þín léttari í lund [sleppt kafla um fjármál og viðskipti]. ... Seinast sendi ég þér víst eitthvað af vísum, sitthvað hefur svo við bæst, þ.á m. þessi vísa til Þórarins faktors. Hann sendi mér flöskur í fyrra vetur í kassa. Þær komu mér þá vel. Hvaðan kemur Hnikars mjöður? Hvaðan kemur lundin glaða? Hvaðan kemur æska og auður, yndi manns og blessuð fyndnin? Þessum kemur það úr kassa Þórarinn gaf mér, eru í fjórar flöskur, í þeim vín, og veski, von er nú þótt ég unni honum. 8 TMM 2005 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.