Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 10
Páll Ólafsson
SÍÐASTA VÍSA PÁLS ÓLAFSSONAR
(nefhd svo í safni Jóns G. Nikulássonar af Páls-ljóðum)
Af hægra auganu hef ég ekkert gagn,
í hinu vinstra er lítið sjónarmagn,
heyrnin þrotin, taugakerfið tál.
Það tekur því varla að kalla mig lengur Pál.
Hallfreðarstaðir 30. jan 1887
Ástkæri bróðir!
- Mér líður vel, fer aldrei að heiman, get ekki af Ragnhildi séð og Bjössa.
Hestarnir þar til í fyrradag óaldir, óklipptir og ójárnaðir. Allt fyrir þetta
er ég sæll í húsi mínu, glaður á manninn þegar góðir vinir heimsækja
mig. Hinir þreyta mig. Ekkert hef ég nú fyrir stafni í vetur nema safna í
eitt allri minni póesí, ekki til prentunar heldur sem arfafé handa Bjössa
og Ragnhildi. Það er nú orðið talsvert mál. Ef þú átt nokkuð sem hirð-
andi er þá sendu mér það. Svo ekki meira um mína póesí nema að ég veit
ég á mikið rugl í öllum myndum í bréfum mínum til séra Björns í Lauf-
ási. Vinarbragð sýndi Þórhallur sonur hans mér ef hann sendi mér öll
mín bréf, því þau eru flest óeydd, eftir sem séra Björn skrifaði mér. Væru
þið [Þórhallur Bjarnarson] vinir bæði ég þig að biðja hann þess. Fáist það
ekki af þér þá þarf ég að skrifa honum, en vil ekki ellileiður og ellihryggur
komast í bréfskipti við þá sem eru á fyrsta fjörsprettinum.
Skratti er lífið orðið leiðinlegt. Þarna sofnaði ég frá í gærkvöldi og [er]
nú hér sálarlaus fyrir dag því ég þarf að klára alla reikninga í dag og senda í
veg fyrir póst upp að Kollstöðum. Nú hef ég rutt úr mér töluverðum
óþverra í amtið, landshöfðingja og fógetann og við hreinsunina hefur mér
skánað og kem nú til þín léttari í lund [sleppt kafla um fjármál og viðskipti].
... Seinast sendi ég þér víst eitthvað af vísum, sitthvað hefur svo við
bæst, þ.á m. þessi vísa til Þórarins faktors. Hann sendi mér flöskur í fyrra
vetur í kassa. Þær komu mér þá vel.
Hvaðan kemur Hnikars mjöður?
Hvaðan kemur lundin glaða?
Hvaðan kemur æska og auður,
yndi manns og blessuð fyndnin?
Þessum kemur það úr kassa
Þórarinn gaf mér, eru í fjórar
flöskur, í þeim vín, og veski,
von er nú þótt ég unni honum.
8
TMM 2005 • 1