Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 65
Þrír risar
Kúgun mannanna, það var eins og þrálátur dropi, sem fellur á stein og holar
hann smátt og smátt, og þessi dropi hélt áfram að falla, falla þrálátlega, án upp-
styttu, á sálir barnanna (1934:350).
Til frekari áherslu tekur sögumaðurinn sér í munn orð Fríðu:
... því þau voru ekki aðeins gagndrepa og óendanlega þreytt, þau voru einnig
banhungruð, og engar huggandi vonir um möguleika á samskiptum við álfa.
Mikil er kúgunin mannanna (1934:349).
Og tal Fríðu hefur áhrif, því Helgi Guðbjartsson minnist hennar:
Nú er allt saman komið fram sem hún Fríða gamla sagði í hitteðfyrra, þó hún
væri vitlaus, kúgun mannanna, sagði hún, svona drepur hann ykkur öll (1935:13).
Ekki verður skilist við þennan þráð án þess að minnast á kjarnyrðin í
huga Nonna, hins eiginlega talsmanns höfundarins og skáldsins í sög-
unni. Þá fáum við að vita hvaða máli skiptir að gera sér grein fyrir að „det
ár synd om mánniskorna“. Niðurlag eins fegursta kafla sögunnar, „Stóra
systir“, er margívitnað:
Það var í fyrsta sinn sem hann sá inn í völundarhús mannssálarinnar. Því fór íjarri
að hann skildi það. En það sem meira var: hann leið með henni. Löngu löngu
seinna endurlifði hann þessa minningu í söng; bæði í sínum fegursta söng, og í
fegursta söng heimsins. Því skilningurinn á umkomuleysi sálarinnar, á baráttunni
milli hinna tveggja skauta, það er ekki uppspretta hins æðsta söngs. Samlíðunin
er uppspretta hins æðsta söngs. Samlíðunin með Ástu Sóllilju á jörðinni
(1935:150-151).
Nafn hennar inniheldur allt hið fegursta: ástina, sólina og liljuna. Sam-
líðunin með henni er samlíðunin með hinu „bogna, brotna, veika“ svo
notuð séu orð Halldórs Kiljans úr þýðingunni á Barnamorðíngjanum
Maríu Farrar.
Rœtt við Sálminn um blómið
Eitt þeirra skálda sem Halldór skrifaði um af mestum skilningi og inn-
blæstri var Hallgrímur Pétursson. „Inngáng að Passíusálmum“ skrifaði
hann árið 1932, einmitt á þeim tíma sem hann vann að Sjálfstæðu fólki.
Aftur stöndum við þar frammi fyrir algildu riti um þjáningu Mannsins,
rétt eins og í Draumleik, en það er samt annar texti Hallgríms sem mér
virðist leggja til enn einn lykil að skáldsögunni.
í Sjálfstæðu fólki eru augljós hvörf þegar Guðbjartur bóndi í Sumar-
TMM 2005 • 1
63