Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 109
Bókmenntir Davíð Stefánsson Reimleikar í völundarhúsi Bragi Ólafsson: Samkvœmisleikir. Bjartur 2004. Prentun felst í því að flytja myndir af einum fleti yfir á annan. Með myndum er ekki aðeins átt við teikningar og gröf heldur einnig texta, því auðvitað er texti ekkert annað en mynd, og eins og aðrar myndir gefur hann oftar en ekki eitthvað í skyn, eitthvað annað en sjálfan sig.1 Bragi Ólafsson hefur hægt og örugglega skapað sér auðþekkjanlegan tón í íslensku bókmenntalífi allt frá útkomu fyrstu ljóðabóka sinna, einkum þó frá og með ljóðabókinni Klink.1 Stíll hans er hversdagslegur, málfarið jarðbundið og rólegt; enginn frjáls og fljótandi orðaleikur, engin nýyrðasmíð, enginn spuni, engin einlæg tjáning úr sálarsári hins þjáða skálds. Frásagnarstíll hans er smá- smugulega nákvæmur svo minnir helst á hin frjálsu hugrenningatengsl Virginiu Woolf, sem gerði tilraunir með að skrá eigin hugsanir eins og þær komu fyrir, t.a.m. í smásögunni „The Mark on the Wall“ frá árinu 1921.1 mörgum verkum Braga - og þá sérstaklega í þremur skáldsögum hans - er engu líkara en hann hafi náð meistarafærni í skrásetningu á hugleiðingum persóna sinna, og gildir einu hvort þær eru að hugsa um mikilsverða hluti eða bara setja saman boðslista fyrir samkvæmi: Fyrir neðan Dónald og Rúnu kom svo Hjálmar, með vaffi fyrir framan, síðan nafnið Bragi fyrir aftan stórt spurningarmerki, og svo koll af kolli: Brynjar og Margrét Ösp (með vaffi), Elísabet (með vaffi), Jakob (með vaffi fyrir framan en plús og spurningar- merki fyrir aftan), Anka (með vaffi), Gestur og Sigga (með vaffi) og neðst, ögn aðskilið frá öllum hinum nöfnunum, stóð Jósef Már í sviga og fyrir neðan nafn frænda hans voru sex lítil x í beinni röð, eins og þau ættu að tákna eitthvert dulnefni. Fyrir aftan exin var stórt spurningarmerki og það var greinilegt að blýantinum hafði verið þrýst fastar ofan í pappírinn þegar það var skrifað.3 Með þessu móti framandgerir Bragi athafnir og þankagang persóna sinna, hægir á viðtökum lesandans og skynjun hans, þreytir hann og skýtur svo dramatík sinni inn á milli þegar lesandinn á síst von á henni. Tvenns konar tregða hefur einkennt stíl Braga: tregða söguhetjanna til að taka virkan þátt í tilverunni (í Hvíldardögum\ fyrstu skáldsögu Braga, var söguhetjan nánast ófær um að koma nokkru í verk, allar hugsanir og ákvarðanir voru átakanlega flóknar) og einskonar merkingarleg textatregða, á þann hátt að text- inn dregur sífellt úr sjálfum sér, rengir inntak síðustu setningar og afturkallar merkingu hennar. Þetta einkennir nýju söguna, Samkvæmisleiki: Nú þegar klukkan nálgast tíu siglir yfirbyggður bátur, fremur lítill í samanburði við skipið, í átt að Reykjavíkurhöfn; hann rýfur yfirborð sjávarins með stefni sínu og fyrir TMM 2005 • 1 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.