Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 37
Listin gerir okkur að betri manneskjum þeim finnst þeir vera framsýnni en höfuðborgarbúar og fylgjast betur með nýjungum og sú hugmynd á rætur að rekja til Hansatímabilsins. Þegar ég fór að skoða dagskrána árin áður en ég tók við þá sá ég að skipu- leggjendur hátíðarinnar höfðu litið svo á að það að horfa út þýddi að horfa á sama svæði og fara sömu leiðir og Hansakaupmennirnir höfðu farið mörg hundruð árum áður. Það að horfa út og vera opinn fyrir nýjungum það var í raun og veru að halda sig við það gamla! Tónlistar- mennirnir komu nær eingöngu frá Noregi, Bretlandi og Þýskalandi. Fáeinir frá Austur-Evrópu og Suður-Evrópu. Þetta var sjálfsagt ekki meðvitað en það var einhver ósýnileg lína dreg- in utan um þetta svæði og afar sjaldan farið yfir hana. Marcel Marceau var kannski sóttur til Frakklands af því allir þekktu hann, en Ítalía og Spánn voru varla til, hvað þá Asía, Afríka eða aðrar heimsálfur. Borgin sem var svo stolt yfir hversu víðsýn hún var reyndist endurtaka í sífellu gömul samskiptamunstur, einnig á listasviðinu. Hún var og er í rauninni afskaplega hefðbundin og íhaldssöm, það átti ég erfitt með að sætta mig við og vildi reyna að breyta.“ Þú segir tónlistarmenn - var þetta mestmegnis tónlistarhátíö? „Aðaláherslan hafði alltaf verið á tónlist og er það í rauninni ennþá þó að ég hafi verið komin langt með að ná jafnvægi milli listgreina þegar ég hætti. Eins og listaheimurinn er nú á dögum og eins og hann er að þró- ast í samspili milli listgreina þá er nauðsynlegt að horfa á hann sem heild og gefa fólki tækifæri til að upplifa hvernig listgreinarnar geta spilað saman. Svo þótti mér ástæða til að sýna Norðmönnum aðrar leikhúshefðir og stefnur en þeir eru vanir og það sama með dansinn og hinn svokallaða nýja sirkus, fjölskyldum til mikillar gleði. Ég hélt sama tónlistarmagni - þó ég hafi verið skömmuð fyrir að gera það ekki! - en jók hlut annarra listgreina, auk þess sem ég breytti áherslunum í tónlistinni, til dæmis með því að kalla fólk langt að og láta leika tónlist frá miðöldum eða end- urreisnartímanum sem ekki hafði áður heyrst. Ég reyndi að opna hátíð- ina bæði í tíma og rúmi. Ég vann alltaf með nokkur þemu á hverju ári, sum sýnileg, önnur ekki. Ég varð að vita hvar ég stóð og hvert ég ætlaði, síðan gat ég leikið mér inni í þeim ramma, tekið hliðarspor án þess að týnast. Á hverju ári var ákveðin tónlist í aðalhlutverki eða ákveðið tónskáld eða tónlistarmaður valinn listamaður hátíðarinnar. Þeir eru margir minnisstæðir, til dæmis Anne Sofie von Otter sem kemur hingað á Listahátíð í Reykjavík í vor. Hún er einstaklega hæfileikarík og gáfuð kona sem var unun að vinna með og hafa hjá sér í heila tólf daga. TMM 2005 • 1 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.