Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 64
Heimir Pálsson Og þannig hélt hún áfram að biðjast vægðar í sundurlausum bænum og með grá- tanda tári, unz hann aumkaðist yfir hana að lokum. Því hann vissi að kvenkynið er enn þá aumara en mannkynið... (1934:56-7). En þegar hann sá á skjálfandi herðum dóttur hennar, að hún var að gráta yfir uppþvottinum, þá mundi hann enn eftir því, að kvenkynið er aumara en mann- kynið og þráir dægurlanga huggun (1934:270). það er eins og ég hefi þráfaldlega sagt, bæði við tíkina og konur mínar: kvenkynið er enn þá aumara en mannkynið (1935:167). Það er í góðu samræmi við annað tal Bjarts að skilja Strindberg svona og bregða fyrir sig kaldhæðni! Nægir þá að minna á orð hans við séra Guð- mund: „Ja, ekki man ég nú betur en sauðkindin hafi verið kölluð guðs lamb í biblíusögunum" (1934:184). Þessi konkretismus er alveg á sömu bókina og það að skipta jarðarbúum í kvenkyn og mannkyn. Það er svo aftur athyglisvert að einu sinni víkur Bjartur að eymd mannkynsins alveg án kaldhæðninnar. Það er í samtali þeirra Guðnýjar ráðskonu: - Hér sér þú hana dóttur þína heila á húfi, sagði konan, stolt af að hafa vakið þetta til lífsins. - Það ber ekki á öðru, sagði hann, - angaskarnið. Og undraðist, hvað þetta var veikt og smátt. Það er ekki að búast við, að þetta sé mikið fyrir sér, bætti hann við hálf afsakandi, mikil skelfing sem mannkynið getur verið aumt, þegar maður lítur á það eins og það er í raun og veru (1934:178). Þetta kemur vel heim og saman við að Bjartur sýnir þá aðeins tilfinningar sínar þegar Ásta Sóllilja er annars vegar ellegar minningin um móður hennar, en um hana segir í sögunni: „Bjartur var mjög stoltur af þessari konu sinni þrettán árum eítir að hún dó, ástfanginn af minningu hennar, og hafði gleymt veikleikum hennar“ (1934:270). Önnur sögupersóna Sjálfstæðs fólks endurómar orð dóttur Indra með öðrum formerkjum. Það er sú góða kona Fríða, vinnukona Bjarts eitt sumar. Hún kemur úr annarri átt að þjáningu mannanna, kallar hana ,kúgun mannanna‘10 og svo mikilvæg er hún í huga skáldsins að heill kafli (33. kafli) fær heitið „Kúgun mannanna“. Dæmi Fríðu eru þessi (leturbreytingar mínar): ... en fyrst og síðast taldi hún þó tölur sínar yfir þeirri óhæfu, sem falin er í kúgun mannanna. Þessi kúgun mannanna var henni slíkur þyrnir í augum, að vakin og sofm hnigu allar hennar ræður að þessum eina miðþyngdarstað, og það hvort heldur hún talaði við sjálfa sig, eða fólkið, eða tíkina, eða sauðkindur sem áttu af tilviljun leið um slægjuna, eða hina fáfróðu söngfugla loftsins; hún lifði í stöðugri og allsendis ósigurvænlegri uppreist gegn þessari ógeðslegu kúgun ... (1934:343-4). 62 TMM 2005 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.