Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 84
Jón Yngvi Jóhannsson hverskonar aukasjálf. í sögunni er lýst ferðalagi hans til Kaupmanna- hafnar með Norrænu. Hann er á leið til að hitta þar stelpu sem hann hefur kynnst á netinu, en málin flækjast þegar hann kynnist annarri stelpu um borð í Norrænu. Þá erum við komin með klassískan ástarþrí- hyrning. Og Þrándur er kannski ekki eins mikill uppreisnarseggur og hann vill vera. Hann er í raun og veru vænsta skinn og góður strákur sem trúir á ástina. Þótt hann segist sjálfur trúa á kaldhæðni þá trúir lesandinn honum aldrei alveg. Persónan er kannski kaldhæðin, en það er sögumað- urinn Þrándur ekki, hann er þvert á móti einlægur. Það er þessi einlægni sem vekur athygli manns, og spyrja mætti hvort í sögu eins og Hugsjónadruslunni og raunar einnig í ljóðabókum Þór- dísar Björnsdóttur og Kristínar Eiríksdóttur, Ást og appelsínur og Kjöt- bærinn, sé að einhverju leyti gengið á hólm við kaldhæðnina sem svo mjög hefur einkennt íslenskar bókmenntir allt frá dögum Halldórs Lax- ness og Þórbergs. Þetta er raunar einkenni á verkum fleiri ungra höfunda eins og rætt var í svipaðri uppgjörsgrein fyrir tveimur árum.2 Önnur bók, sem stendur einhversstaðar á mótum smásagnasafns og ljóðabókar, Niðurfall Hauks Ingvarssonar, vekur svipaðar spurningar þótt þar sé líka á ferðinni hefðbundnari leikur með bókmenntahefðina. En vísanir Hauks í hefðina eru líka nokkuð óvenjulegar. Eitt af því sem var nýtt og ferskt við ljóð og skáldsögur Einars Más Guðmundssonar fýrir næstum tuttugu og fimm árum var hvernig hann veitti poppmenn- ingunni inn í tungumál bókmenntanna með því að setja David Bowie og Bob Dylan á sama stall og T.S. Eliot. Nú er röðin komin að barnabók- unum. Sögur Gunillu Bergström um Einar Áskel reynast vera sá texti sem myndar hljómbotninn í bók Hauks, undirtitillinn er „þættir af hinum dularfulla Manga“, en Mangi var sem kunnugt er ósýnilegur vinur Einars Áskels. Barnabækur eru víðar á ferðinni. Ein af athyglisverðari skáldsögum síðasta árs var Sólskinsfólkið eftir Steinar Braga. Steinar Bragi er reyndari og þroskaðri höfundur en þeir Haukur og Eiríkur enda nýtur hann óskiptrar virðingar yngstu kynslóða höfunda. Einhver kallaði hann and- legan föður Nyhil kynslóðarinnar, en það er kannski heldur langt gengið, stóri bróðir væri líklega nær lagi. Sólskinsfólkið er enn ein sönnun þess að skáldsögur eru ekki alltaf frumlegar vegna þess að þar séu fundin upp ný form, heldur vegna þess að þar er gömlum formum blandað saman á nýstárlegan hátt. Sólskinsfólkið skiptist algerlega í tvennt. Framan af er hún saga af ungum manni sem kemur heim til íslands til að kenna nýald- arheimspeki við Háskóla íslands. Það er þó ekki allt með felldu og rétt eins og í síðustu skáldsögu Steinars, Áhyggjudúkkum, er óhugnaðurinn 82 TMM 2005 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.