Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Síða 93
Menningarvettvangurinn íslensk stjórnvöld hafi engin áhrif haft á hvaða blaðamönnum var boðið hingað og þaðan af síður um hvað þeir skrifuðu. Þegar leitað var til menntamálaráðu- neytisins um upplýsingar var við því orðið og reynt að gefa þá yfirsýn yfir íslenskt vísindastarf, listir og önnur menningarmál að þeir gætu á eigin for- sendum valið um hvað þeir skrifuðu. Greinin í Art Press, sem Margrét Elísabet sagði gefa ranga mynd af íslenskri myndlist og menningu, er alls ekki á neinn hátt á ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Ekki vilja aðstandendur kynningarinnar heldur kannast við að stjórnvöld trúi ekki á íslenska menningu og þurfi „alltaf að styðja sig við hækjur sem kallaðar eru ferðaþjónusta, landbúnaður og orku- stofnanir“. Þvert á móti segja þeir að þessar atvinnugreinar hafi notfært sér þá góðu kynningu, sem listir og menning fengu, sem tækifæri til að vekja einnig athygli á sér, á eigin forsendum. Eru aðstandendur þess fullvissir að menningar- kynningin muni efla samskipti Frakka og íslendinga á næstu árum. Myndlist Meðal þess sem ekki má missa af í myndlistinni núna er rómað verk Rúríar í Listasafni Islands um fossa í hættu (til 13. mars) og yfirlitsýning á verkum Harðar Ágústssonar á Kjarvalsstöðum (til 24 apríl). Hörður er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á íslenskri húsagerðarsögu og hlaut íslensku bókmenntaverð- launin fýrir verk sitt íslensk byggingararfleifð I (1998). Hörður er líka afar snjall og frumlegur myndlistarmaður og á sýningunni er lögð áhersla á hve lífsverk hans er margslungið. í Hafnarhúsinu verður opnuð einkasýning Brynhildar Þorgeirsdóttur 12. mars, gríðarmikil landslagsinnsetning sem mun gerbreyta neðstu hæðinni og ganga alveg út í port. Stein- og glerverk þessarar listakonu hafa ákaflega aðlað- andi eiginleika og verður gaman að sjá hana takast á við stórt rými. Sú sýning stendur einnig til 24. apríl, en þá verður allt lagt undir Listahátíð. Á Listahátíð í Reykjavík í maí í vor verður sérstök áhersla á samtímamyndlist. Þar má fýrst nefha viðamikla sýningu á verkum Dieter Roth í þremur lista- söfnum, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni íslands og Gallerí 100° í húsi Orku- veitu Reykjavíkur. Heimasíða Nútímalistasafnsins í New York (MOMA) er nú tileinkuð lífi og verkum Dieter Roth. Um þrjátíu myndlistarmenn, erlendir sem innlendir, munu sýna verk sín í Reykjavík og nágrenni og um allt land. Líka þarf á minna á íslensku hönnunarsýninguna Ómur í Bogasal Þjóð- minjasafnsins sem nú er aftur aðgengilegt sýningarrými. Sýningin stendur til 1. rnaí. Sirkus á Listahátíð Listahátíð verður haldin í höfuðstaðnum frá 14. maí til 5. júní í vor. Fyrir utan myndlistina verður eitt af viðamestu verkefnunum tónleikarnir Bergmál sem japanski slagverksleikarinn Stomu Yamash’ta, Ragnhildur Gísladóttir, Sigtryggur Baldursson og Sjón taka þátt í ásamt Barnakór og Kammerkór Biskupstungna TMM 2005 • 1 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.