Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 93
Menningarvettvangurinn
íslensk stjórnvöld hafi engin áhrif haft á hvaða blaðamönnum var boðið hingað
og þaðan af síður um hvað þeir skrifuðu. Þegar leitað var til menntamálaráðu-
neytisins um upplýsingar var við því orðið og reynt að gefa þá yfirsýn yfir
íslenskt vísindastarf, listir og önnur menningarmál að þeir gætu á eigin for-
sendum valið um hvað þeir skrifuðu. Greinin í Art Press, sem Margrét Elísabet
sagði gefa ranga mynd af íslenskri myndlist og menningu, er alls ekki á neinn
hátt á ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Ekki vilja aðstandendur kynningarinnar
heldur kannast við að stjórnvöld trúi ekki á íslenska menningu og þurfi „alltaf
að styðja sig við hækjur sem kallaðar eru ferðaþjónusta, landbúnaður og orku-
stofnanir“. Þvert á móti segja þeir að þessar atvinnugreinar hafi notfært sér þá
góðu kynningu, sem listir og menning fengu, sem tækifæri til að vekja einnig
athygli á sér, á eigin forsendum. Eru aðstandendur þess fullvissir að menningar-
kynningin muni efla samskipti Frakka og íslendinga á næstu árum.
Myndlist
Meðal þess sem ekki má missa af í myndlistinni núna er rómað verk Rúríar í
Listasafni Islands um fossa í hættu (til 13. mars) og yfirlitsýning á verkum
Harðar Ágústssonar á Kjarvalsstöðum (til 24 apríl). Hörður er þekktastur fyrir
rannsóknir sínar á íslenskri húsagerðarsögu og hlaut íslensku bókmenntaverð-
launin fýrir verk sitt íslensk byggingararfleifð I (1998). Hörður er líka afar snjall
og frumlegur myndlistarmaður og á sýningunni er lögð áhersla á hve lífsverk
hans er margslungið.
í Hafnarhúsinu verður opnuð einkasýning Brynhildar Þorgeirsdóttur 12.
mars, gríðarmikil landslagsinnsetning sem mun gerbreyta neðstu hæðinni og
ganga alveg út í port. Stein- og glerverk þessarar listakonu hafa ákaflega aðlað-
andi eiginleika og verður gaman að sjá hana takast á við stórt rými. Sú sýning
stendur einnig til 24. apríl, en þá verður allt lagt undir Listahátíð.
Á Listahátíð í Reykjavík í maí í vor verður sérstök áhersla á samtímamyndlist.
Þar má fýrst nefha viðamikla sýningu á verkum Dieter Roth í þremur lista-
söfnum, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni íslands og Gallerí 100° í húsi Orku-
veitu Reykjavíkur. Heimasíða Nútímalistasafnsins í New York (MOMA) er nú
tileinkuð lífi og verkum Dieter Roth. Um þrjátíu myndlistarmenn, erlendir sem
innlendir, munu sýna verk sín í Reykjavík og nágrenni og um allt land.
Líka þarf á minna á íslensku hönnunarsýninguna Ómur í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins sem nú er aftur aðgengilegt sýningarrými. Sýningin stendur til 1.
rnaí.
Sirkus á Listahátíð
Listahátíð verður haldin í höfuðstaðnum frá 14. maí til 5. júní í vor. Fyrir utan
myndlistina verður eitt af viðamestu verkefnunum tónleikarnir Bergmál sem
japanski slagverksleikarinn Stomu Yamash’ta, Ragnhildur Gísladóttir, Sigtryggur
Baldursson og Sjón taka þátt í ásamt Barnakór og Kammerkór Biskupstungna
TMM 2005 • 1
91