Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 120
Tónlist að ég sé ekki alltaf sammála þeim þá gerir það ekkert til; það er bara skemmti- legt þegar skiptar skoðanir eru um tiltekinn tónlistarviðburð. í TMM fyrir ári síðan stundi ég þungan yfir því að aðeins Morgunblaðið sinnti því að gagnrýna sígilda tónlist. Ég vitnaði í Hörð Áskelsson, organista og kantor Hallgrímskirkju, sem sagði í grein í Mogganum um fjandsamlega tón- listargagnrýni að tónlistargagnrýnendur eigi yfirleitt síðasta orðið um tónleika. Það er alveg rétt og í grein minni í TMM taldi ég ekki eðlilegt að aðeins einn gagnrýnandi væri í slíkri aðstöðu: „Mér fmnst hryggilegt ef aðeins einn fjölmið- ill ætlar að halda úti gagnrýni um sígilda tónlist. Afhverju er Ríkisútvarpið ann- ars hætt því? Morgunvaktin er einstaklega líflegur og fróðlegur þáttur; hví ekki að láta einhvern skeleggan tónlistargagnrýnanda vera þar af og til með pistil? Og hvað með DV? Ætla þeir að láta einu umræðuna um klassíska tónlist vera í formi viðtala og fréttaskota? Kallaði Jónas Kristjánsson það ekki kranablaðamennsku á sínum tíma? Vonandi verður breyting þar á, við íslendingar getum ekki stært okkur af grósku í tónlist ef heilbrigð umræða er ekki til staðar og aðeins einn gagnrýnandi á síðasta orðið.“ Eftir að þessi orð voru skrifuð hefur mikið vatn runnið til sjávar og það er gleðiefni að ísland sé ekki lengur bananalýðveldi að þessu leyti. Ekki boðlegur flygill Þegar ég lít um öxl og minnist tónleika síðasta árs eru ekkert voðalega margir sem standa upp úr. Það er auðvitað eðlilegt; snilldin er alltaf sjaldgæf, ef hún væri á hverju strái væri hún bara meðalmennska. Minnisstæðustu tónleikarnir eru þeir sem kanadíski píanósnillingurinn Marc-André Hamelin hélt á Listahá- tíð í Háskólabíó, en greinin sem ég skrifaði um þá bar yfirskriftina „Nærvera Guðs.“ Þar stóð m.a.: „Leikur Hamelins var ekki bara einhver yfirborðsleg flug- eldasýning; þvert á móti var tækni hans aðeins tól til að koma listrænni sýn til áheyrenda. Enda áttu mestu töffarnir sér ekki stað í lokasprettinum í óperufant- asíunni þar sem himinn og jörð voru að farast, heldur í hinni tónsmíðinni eftir Liszt, hófstilltri hugleiðingu um nærveru Guðs. Túlkun Hamelins á þessari unaðsfögru tónlist var hápunktur tónleikanna, áslátturinn var dásamlega mjúkur og draumkenndur, en að sama skapi svo þrunginn óskilgreinanlegri, upphafinni merkingu að það var eins og kliður úr annarri veröld. Aðeins örfáir listamenn eru færir um að skapa slík áhrif.“ Flygillinn í Háskólabíói hefði þó getað hljómað ennþá betur og ég hef það eftir mjög áreiðanlegum heimildum að Hamelin hafi sagt að flygillinn væri ekki boðlegur neinum píanóleikara. Þegar annar ofurpíanisti, Denis Matsuev frá Síberíu, spilaði fýrsta píanókonsert Tchaikovskys á tónleikum Sinfóníunnar fyrr á árinu var það svo sannarlega magnað, en hvass hljómurinn dró samt töluvert úr upplifuninni. Mér er sagt að á fyrstu æfmgunni með hljómsveitinni hafi Mat- suev sést kíkja með furðusvip inn í flygilinn; sjálfsagt til að reyna að átta sig á af hverju hann hljómaði svona undarlega. Af þessum ástæðum voru tónleikar Freddys Kempf píanóleikara með Sinfón- 118 TMM 2005 ■ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.