Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 34
Listin gerir okkur að betri manneskjum Viðtal við Bergljótu Jónsdóttur Hún heitir Bergljót Jónsdóttir en vinir hennar kalla hana Bellu. Hún er þjóðþekkt kona í Noregi þó að hún hafi ekki búið þar nema tæpan ára- tug, vinsæll fréttamatur og álitsgjafi, og við og við hefur hún líka verið í fréttum hér heima á íslandi, einkum þegar frændum okkar Norð- mönnum hefur blöskrað róttækni hennar og framkvæmdagleði. Bella tók árið 1995 við gróinni listahátíð sem haldin er árlega í hinni fornfrægu verslunarborg Bergen á vesturströnd landsins og olli tölu- verðum usla þar þegar hún braut gamlar venjur sem flestir bæjarbúar vildu ólmir halda í og sleppti hefðbundnum „þjóðsöng“ Bergenarbúa eitt árið. Þegar TMM veiddi Bergljótu í viðtal í stuttri heimsókn hennar til íslands um jólin var hún fyrst spurð að því hvernig það mál hefði eigin- lega verið vaxið? „Það merkilega var að fólk almennt fór ekki að taka eftir mér og því sem ég var að gera íyrr en „málið með sönginn“ kom upp,“ byrjar hún útskýringu sína. „Þetta gerðist á þriðju hátíðinni minni, árið 1998, á þeim fyrri tveimur hafði Bergenarsöngurinn verið á sínum stað á opnuninni - og reyndar alltaf síðan. En þetta ákveðna ár voru hundrað ár liðin frá því að fyrsta listahátíðin, í þeirri mynd sem við þekkjum þær nú á dögum, var haldin í Bergen. Þá hátíð hafði tónskáldið Edvard Grieg skipulagt og hún varð mikil tónlistarhátíð - meðal annars var mikið spilað af nýrri norskri tónlist, miklu meira en gerast mundi í dag. Þegar ég fór að skoða prógrammið frá 1898 og lesa um baráttu Griegs á þessu tímabili þá ákvað ég að reyna að endurvekja anda hans - hugsjónina á bak við hátíðina hans: að fá úrvalsflytjendur til að leika nýja norska tónlist. En mig lang- aði líka til að gefa smá innsýn inn í hljóðheiminn sem var skapaður þar og þá. Það varð úr að ég ákvað að nota opnunarhátíðina til að tengja okkur hundrað ár til baka en sjálfa hátíðina til að halda áfram inn í fram- tíðina. Einföld og sjálfsögð hugmynd - í fyrstu! Opnunarhátíðin er oftast haldin í Grieghallen og er aldrei lengri en 32 TMM 2005 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.