Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 15
SÖGULJÖÐ BORGARINNAR
Þegar Goodmann þarf að heimsækja Lundúnir verður vart við sömu
hugsun; þ.e. hvernig einstaklingurinn verður að engu í slíku risamengi:
„fslendingi hættir því öðrum fremur við því í Lundúnum að fínnast
hann vera - ekki títuprjónn í sátu - heldur títuprjónn í heyhlöðu á
höfuðbóli." (127) Líkingarnar eru sóttar í íslenskan veruleika, kolmó-
rauð fljót eða heyhlöður á höfuðbólum.
Borgarlýsingar eru yfirþyrmandi í Húsinu við Norðurá en sveitinni er
lýst á annan hátt: „Það var eins og ekkert ilt myndi geta átt þarna heima og
ekkert ilt gæti gerst þar.“ (13) En þrátt fyrir yfirborðið eru þarna framdir
skelfilegir glæpir. Samfélagið í landslaginu reynist hreint ekki blíðlegt.
Dregin er upp mynd af kyrrstæðu samfélagi þar sem ástamálin lúta
ströngum reglum. Jón, faðir Guðrúnar og Goodmanns, vill giffa dóttur
sína hinum viðbjóðslega Smith majór en hún ann Þorsteini vinnumanni
hugástum og vill giftast honum. Jón telur að hann eigi að ráða, þess vegna
bendir hann lögreglunni á Þorstein þegar majórinn finnst myrtur.
Guðrún sendir þá bróður sínum bréf til New York. Bréfið vekur minn-
ingar hjá Goodmann:
En nú kom þetta bréf frá systur hans alveg eins og þjófur á nóttu og rifjaði upp
alt þetta og byggði brú á milli Guðmundar Jónssonar frá Halastaðakoti og leyni-
lögreglumannsins Goodmanns Johnsons. (129)
Þannig er reist brú frá íslenska sveitasamfélaginu yfir í nýjan heim. Gamli
heimurinn er tákngerður í Guðmundi Jónssyni frá Halastaðakoti sem bjó
í sveitinni í gamla daga, en sá nýi í Goodmann Johnson sem býr í nýju
landi og nýjum heimi - borginni.
Hugmyndir manna um sveit og borg mótast iðulega af andstæðum,
þar sem sveitin er tengd einfaldleika (einnig fáfræði), náttúru og fortíð.
Borgin er þá tengd lærdómi og samskiptum (en einnig hávaða og metn-
aði). Þessar andstæður eru grundvallaratriði í meðvitund oldcar um eigin
reynslu og einnig þegar skýra þarf nútímasamfélag.14 Þær birtast kiárlega
í samfélagsmynd Hússins við Norðurá. En nýi heimurinn sem þar er boð-
aður er þó eJdci Reykjavík.
Reykjavík er ennþá hluti íslenska sveitasamfélagsins þar sem færustu
lögreglumennirnir fást við að leita uppi skóhlífaþjófa. Nýi heimurinn er
Ameríka og New York; ný borg í nýju landi. Sveitin er kyrrstæð og reglu-
bundin; þar fær fólk ekki að fylgja löngunum sínum og þrám. Borgin og
nútíminn eru öðruvísi; þar er fólk „þjótandi sitt í hvora áttina, alt á harða
spretti.“ (125) Til þess að smíða brúna þarna á milli beitir höfundur satír-
ísku háði og tekur í þjónustu sína nýja bókmenntagrein; glæpasöguna.
TMM 2005 • 1
13