Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 23
SÖGULJÓÐ BORGARINNAR
Borgin og minningin um sveitina
Andstæður sveitar og borgar eru sterkar í huga íslendinga af ýmsum
sökum. Reykjavík telst eina borg landsins og hún hefur vaxið í risa-
skrefum undanfarin fimmtíu ár. Nú er svo komið að tæplega 60% lands-
manna búa á höfuðborgarsvæðinu en byggðir úti á landi eiga undir högg
að sækja. Þessi nútímavæðing hefur verið mjög hröð en allt fram á 20. öld
var ísland dreifbýlt bændasamfélag.
Til að skilja hve mikið borgin hefur stækkað nægir að nefna að árið
1940 bjuggu um 38.000 manns í Reykjavík, 31,3% af landsmönnum, og
hafði þá fjölgað gríðarlega frá aldamótunum 1900 en þá bjuggu 6.667 í
Reykjavík. Árið 1990 bjuggu 97.569 manneskjur í Reykjavík eða 38,3% af
landsmönnum og þróunin á höfuðborgarsvæðinu öllu var enn meira
afgerandi. Árið 1940 bjuggu 43.683 á svæðinu öllu eða 36,1% af lands-
mönnum. Árið 1990 bjuggu 145.980 á svæðinu öllu og voru það 57,1%
landsmanna.27
Arnaldur Indriðason hefur beint sjónum að stækkun borgarinnar.
Aðalpersóna lögreglusagna hans, Erlendur, er „sveitamaður á mölinni“. í
sögunum er oft rætt um borgina í samhengi við fyrri tíma. Grafarþögn
(2001) snýst um það hvernig borg þenst út yfir landsvæði sveitar og
hvernig nútímamenn leita sannleikans í fortíðinni. Nútími og nálægð
(sem bæði standa fyrir þéttbýlt borgarsamfélag) spila því saman við for-
tíð og fjarlægð (eða strjálbýlt sveitasamfélag).
Borgarmyndin er frá upphafi áberandi í sögum Arnaldar. Hún er
heldur nöturleg í fyrstu bók hans, Sonum duftsins (1997). Þar segir frá
ungum manni að nafni Daníel sem fyrirfer sér en bróðir hans, Pálmi
fornbókasali, fer að kanna kringumstæður sjálfsmorðsins. Ofan á
gagnrýnar samfélagslýsingar bætast tíðar lýsingar á slabbi, gulleitri
mengun og kulda. Sjónum er beint að myrkustu kimum samfélagsins.
Aukapersónur segja frá þungbærri reynslu sinni á milli þess sem sögu-
maðurinn kemur að athugasemdum sem allar miða að því að skapa
ákveðin hughrif:
Gamla fólkið var rúið inn að skinni af verktökum sem seldu íbúðirnar á upp-
sprengdu verði gegn öryggisþjónustu, sem var í lágmarki, og svokallaðri hús-
vörslu, en húsvörðurinn sást aldrei. Margt gamalt fólk hafði látið heilt einbýlishús
upp í íbúðarkytru í elliblokkinni.28
Hér má sjá svipaða hugsun og Viktor Arnar tefldi fram í Heitum snjó en
Arnaldur gengur enn lengra:
TMM 2005 • 1
21