Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 23
SÖGULJÓÐ BORGARINNAR Borgin og minningin um sveitina Andstæður sveitar og borgar eru sterkar í huga íslendinga af ýmsum sökum. Reykjavík telst eina borg landsins og hún hefur vaxið í risa- skrefum undanfarin fimmtíu ár. Nú er svo komið að tæplega 60% lands- manna búa á höfuðborgarsvæðinu en byggðir úti á landi eiga undir högg að sækja. Þessi nútímavæðing hefur verið mjög hröð en allt fram á 20. öld var ísland dreifbýlt bændasamfélag. Til að skilja hve mikið borgin hefur stækkað nægir að nefna að árið 1940 bjuggu um 38.000 manns í Reykjavík, 31,3% af landsmönnum, og hafði þá fjölgað gríðarlega frá aldamótunum 1900 en þá bjuggu 6.667 í Reykjavík. Árið 1990 bjuggu 97.569 manneskjur í Reykjavík eða 38,3% af landsmönnum og þróunin á höfuðborgarsvæðinu öllu var enn meira afgerandi. Árið 1940 bjuggu 43.683 á svæðinu öllu eða 36,1% af lands- mönnum. Árið 1990 bjuggu 145.980 á svæðinu öllu og voru það 57,1% landsmanna.27 Arnaldur Indriðason hefur beint sjónum að stækkun borgarinnar. Aðalpersóna lögreglusagna hans, Erlendur, er „sveitamaður á mölinni“. í sögunum er oft rætt um borgina í samhengi við fyrri tíma. Grafarþögn (2001) snýst um það hvernig borg þenst út yfir landsvæði sveitar og hvernig nútímamenn leita sannleikans í fortíðinni. Nútími og nálægð (sem bæði standa fyrir þéttbýlt borgarsamfélag) spila því saman við for- tíð og fjarlægð (eða strjálbýlt sveitasamfélag). Borgarmyndin er frá upphafi áberandi í sögum Arnaldar. Hún er heldur nöturleg í fyrstu bók hans, Sonum duftsins (1997). Þar segir frá ungum manni að nafni Daníel sem fyrirfer sér en bróðir hans, Pálmi fornbókasali, fer að kanna kringumstæður sjálfsmorðsins. Ofan á gagnrýnar samfélagslýsingar bætast tíðar lýsingar á slabbi, gulleitri mengun og kulda. Sjónum er beint að myrkustu kimum samfélagsins. Aukapersónur segja frá þungbærri reynslu sinni á milli þess sem sögu- maðurinn kemur að athugasemdum sem allar miða að því að skapa ákveðin hughrif: Gamla fólkið var rúið inn að skinni af verktökum sem seldu íbúðirnar á upp- sprengdu verði gegn öryggisþjónustu, sem var í lágmarki, og svokallaðri hús- vörslu, en húsvörðurinn sást aldrei. Margt gamalt fólk hafði látið heilt einbýlishús upp í íbúðarkytru í elliblokkinni.28 Hér má sjá svipaða hugsun og Viktor Arnar tefldi fram í Heitum snjó en Arnaldur gengur enn lengra: TMM 2005 • 1 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.