Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 80
Jón Yngvi Jóhannsson af samúð geta reynst verstu skúrkar og annað í þeim dúr. Þannig verður lesandinn eiginlega samsekur í ýmsum þeim glæpum sem framdir eru í sögunni. Maður dregst inn í pælingar um sekt og sakleysi, réttlæti og refsingu sem bera uppi bókina. Glæpirnir sem framdir eru í sögunni eru sumir því marki brenndir að lesandinn verður að taka afstöðu til þeirra á forsendum sem eru flóknari en einfaldar reglur hegningarlaganna, í sumum þeirra felst óhugnanlegt og tilviljanakennt réttlæti, í öðrum óréttlæti og misbeiting án afleiðinga. Þótt andrúmsloft sagna Braga minni off á módernískar skáldsögur og fáránleiki atburðanna sömuleiðis þá reynist aðalatriðið í þessari sögu vera eitt af helstu einkennum fremur gamaldags raunsæis sem hér er notað á frumlegan hátt. Það er sögusamúðin, innlifun lesandans sem er á vissan hátt forsenda þess að skáldsagan virki, að það gangverk sektar, sakleysis og ábyrgðar sem er kjarni sögunnar hrökkvi í gang. Saga Kristínar Ómarsdóttur fjallar einnig urn glæpi og siðferði í óvenjulegum aðstæðum, og einnig hér er það samúð lesandans sem er grundvallaratriði og gerir söguna í senn flókna og áleitna. Hér er býsna ólík fýrri skáldsögum Kristínar, hún er raunsærri og minna ber á furðum og kynjum. Sú sérkennilega erótík sem einkennt hefur verk Kristínar er miklu dempaðri. Hér er saga af litlum og afmörkuðum heirni. Hún segir af stúlkunni Billie sem býr í stríðshrjáðu landi og verður innlyksa á heimili sínu með hermanni sem sest þar að eftir að hann hefur myrt alla heimilismenn nema hana. Saman skapa þau lítinn en öruggan heim sem hann verndar með öllum meðulum. Ofbeldið í sögunni er sláandi en jafnframt er það leið að því markmiði að skapa öryggi, vernda einhvers- konar fjölskyldu og venjulegt líf. Rétt eins og í sögu Braga er hér spurt um glæpi og réttlætingu. Óhugn- aður sögunnar liggur ekki síst í þeirri samúð sem sagan vekur með morð- ingjanum og ofbeldismanninum. Titillinn, Hér, er lýsandi. Heimur sög- unnar er einangraður frá nágrenninu, þar gilda aðrar reglur og siðferði, og reglur samfélagsins í kringum þau Billie og hermanninn snerta þau ekki. En titillinn gefur sögunni líka víðari skírskotun. Hann bendir á tengsl stríðsátaka við okkar eigin þægilega og afmarkaða heim sem við erum tilbúin til að verja með öllum ráðum. Sagan öðlast næstum því allegóríska vídd ef við hugsum okkur líf Billiear og hermannsins sem hliðstæðu við líf okkar á Vesturlöndum; þá fjallar sagan ekki bara um afleiðingar styrjalda, heldur ekki síður um orsakir þeirra. 78 TMM 2005 ■ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.