Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Síða 80
Jón Yngvi Jóhannsson
af samúð geta reynst verstu skúrkar og annað í þeim dúr. Þannig verður
lesandinn eiginlega samsekur í ýmsum þeim glæpum sem framdir eru í
sögunni. Maður dregst inn í pælingar um sekt og sakleysi, réttlæti og
refsingu sem bera uppi bókina. Glæpirnir sem framdir eru í sögunni eru
sumir því marki brenndir að lesandinn verður að taka afstöðu til þeirra
á forsendum sem eru flóknari en einfaldar reglur hegningarlaganna, í
sumum þeirra felst óhugnanlegt og tilviljanakennt réttlæti, í öðrum
óréttlæti og misbeiting án afleiðinga.
Þótt andrúmsloft sagna Braga minni off á módernískar skáldsögur og
fáránleiki atburðanna sömuleiðis þá reynist aðalatriðið í þessari sögu
vera eitt af helstu einkennum fremur gamaldags raunsæis sem hér er
notað á frumlegan hátt. Það er sögusamúðin, innlifun lesandans sem er
á vissan hátt forsenda þess að skáldsagan virki, að það gangverk sektar,
sakleysis og ábyrgðar sem er kjarni sögunnar hrökkvi í gang.
Saga Kristínar Ómarsdóttur fjallar einnig urn glæpi og siðferði í
óvenjulegum aðstæðum, og einnig hér er það samúð lesandans sem er
grundvallaratriði og gerir söguna í senn flókna og áleitna. Hér er býsna
ólík fýrri skáldsögum Kristínar, hún er raunsærri og minna ber á furðum
og kynjum. Sú sérkennilega erótík sem einkennt hefur verk Kristínar er
miklu dempaðri. Hér er saga af litlum og afmörkuðum heirni. Hún segir
af stúlkunni Billie sem býr í stríðshrjáðu landi og verður innlyksa á
heimili sínu með hermanni sem sest þar að eftir að hann hefur myrt alla
heimilismenn nema hana. Saman skapa þau lítinn en öruggan heim sem
hann verndar með öllum meðulum. Ofbeldið í sögunni er sláandi en
jafnframt er það leið að því markmiði að skapa öryggi, vernda einhvers-
konar fjölskyldu og venjulegt líf.
Rétt eins og í sögu Braga er hér spurt um glæpi og réttlætingu. Óhugn-
aður sögunnar liggur ekki síst í þeirri samúð sem sagan vekur með morð-
ingjanum og ofbeldismanninum. Titillinn, Hér, er lýsandi. Heimur sög-
unnar er einangraður frá nágrenninu, þar gilda aðrar reglur og siðferði,
og reglur samfélagsins í kringum þau Billie og hermanninn snerta þau
ekki. En titillinn gefur sögunni líka víðari skírskotun. Hann bendir á
tengsl stríðsátaka við okkar eigin þægilega og afmarkaða heim sem við
erum tilbúin til að verja með öllum ráðum. Sagan öðlast næstum því
allegóríska vídd ef við hugsum okkur líf Billiear og hermannsins sem
hliðstæðu við líf okkar á Vesturlöndum; þá fjallar sagan ekki bara um
afleiðingar styrjalda, heldur ekki síður um orsakir þeirra.
78
TMM 2005 ■ 1