Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 61
Þrír risar áttugreinum Halldórs um þær mundir sem sagan var samin, og sjálfur leit hann svo á að þarna væri félagsleg raunsæissaga á ferð. Á hinn bóginn er líka mikilvægt að skoða aðrar raddir þessa fjölradda verks. Þær eru misjafnlega háværar en kunna að skipta miklu máli. Hér verður valin sú leið að skoða einkum rökræður Halldórs Kiljans Laxness við tvo aðra höfunda úr ólíkum menningarheimum og frá ólíkum tímum. Er þá ónefndur Knut Hamsun og Gróðnr jarðar, sem augljóst er að Halldór var að rökræða við. Draumleikur Halldór Kiljan Laxness lagði lítt í vana sinn að játast undir áhrif frá erlendum eða innlendum höfundum. Frá þessu er þó ein afar mikilvæg undantekning. Á aldarafmæli Augusts Strindbergs árið 1949 fékk sænska tímaritið Folk i bild Halldór til að minnast þessa skáldjöfurs. Hann skrif- aði stutta grein á dönsku og á því tungumáli er hún birt í Reisubókarkorni ári síðar. Þar segir skáldið meðal annars: Jeg kan uden overdrivelse hævde, at Strindberg er den eneste skandinaviske for- fatter, som i min ungdom har interesseret mig saa dybt, og af mit ungdommelige sind er blevet absorberet paa en saa intens maade, at hans aandelige holdning har bidraget til at skabe min habitus, og mit tidlige kendskab til hans værk har mær- ket mig for livet (1963:304, sbr. Hallberg 1954:256). í smágrein þessari segist Halldór hafa kynnt sér öll verk Strindbergs í striklotu árið 1919, listamannshárið hafi risið við að lesa Föðurinn og Fröken Júlíu, en þó hafi bækur á borð við Legender, Inferno, Likt och olikt, Röda rummet og Giftas haft enn meiri áhrif og kaflar í Vefaranum mikla frá Kasmír segir hann að séu „en ren strindbergiade“ og sama megi segja um Alþýðubókina. Heildarútgáfa á verkum Strindbergs kom einmitt út í 55 bindum árin 1912-1919 og er sennilegast að það hafi verið hún sem Halldór komst í á bæjarbókasafninu í Helsingborg 1919.2 Lofsöngur Halldórs um Strindberg er býsna einstæður; sjálfur kallar hann þetta persónulegar játningar og segir að það sem hafi hrifið sig mest hjá Strindberg að fráteknum listamannshæfileikum hans hafi verið: ... hans intime fortrolighed med verdenskulturens problemer, historiske saa- velsom moderne, han tager den husvantes stilling til dem allesammen, alle strömninger udkæmpes og afklares i ham: östlige religioner og myter, vestlig industriel materialisme, han er reaktionær og revolutionær, aristokrat og tjan- stekvinnans son, rationalist og mystiker, liberal fin de siécle-europæer og esoterisk adept, en mand som i aarevis staar paa hovedet i orientalske studier, en tilbeder af TMM 2005 • 1 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.