Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 41
Listin gerir okkur að betri manneskjum blokkirnar sínar og blýantana á lofti, skuli síðan flakka á milli listahátíða næstu ár á eftir, en þeir ótalmörgu sem eru líka góðir en komast ekki til Edinborgar fá færri tækifæri. Það sem gerist því miður of oft er að örfáar manneskjur fá að velja úr það sem kemst áfram í listaheiminum og hafa gífurleg völd. Of margir apa eftir þeim. Ég reyndi að forðast heimsóknir á aðrar listahátíðir og varð upptekin af því að finna efni sem var mjög gott en ekki komið inn í þessa hringrás. En það er gríðarlega dýrt að vera einn um að flytja listamenn langt að og margborgar sig að fá þó ekki sé nema einn samstarfsaðila. Til dæmis greiddi japanska ríkið ferðakostnað Sankai Juku-hópsins til Evrópu af því honum var boðið bæði til íslands og Noregs. Það getur verið dýrt að vera sér á parti.“ Nauðsynlegt að taka áhættu Hvað gerir „góða“ listahátíð? „Að finna hið erfiða jafnvægi milli hins staðbundna, hins þjóðlega og hins alþjóðlega,“ segir Bergljót eftir stutta þögn. „Að hlusta á sitt nánasta umhverfi og taka tillit til þess en horfa um leið út fyrir það. Ef maður missir tengslin við fólkið sem býr í bænum þá missir maður ansi mikið, þá fer hátíðin að lifa sínu eigin sjálfmiðaða lífi. Og þannig var hátíðin orðin að nokkru leyti áður en ég tók við henni. Svo er brýnt að geta með einhverjum hætti náð að hafa fmgurinn á púlsinum, finna hvar spenn- andi hlutir eru að gerast og þora að hlusta ekki bara á manninn á götunni sem vill kannski bara Pavarotti heldur líka á skapandi listamenn og láta þá gefa tóninn, rífa sig með sér. Þá þarf maður líka að þora að taka við þeim hugmyndum, leyfa skapandi listamönnum að taka af sér ráðin og gera það sem þeir vilja. Þora að segja já, taka áhættu, safna peningum í eitthvað sem maður veit ekki hvernig verður. Út úr þessu getur komið hörmung - eða eitthvað alveg frábært. Hvort tveggja hefur gerst. Ef við sem vinnum fyrir listina þorum ekki að taka þessa áhættu þá deyjum við. Ég var heppin. Af öllu því fjölmarga sem við settum af stað, ein eða í samvinnu við aðrar stofnanir, var bara eitt sem mistókst alveg.“ Bella grípur andann á lofti við endurminninguna. „Ég verð að hafa möguleika til að gefa listamönnum tækifæri til að gera tilraunir og heimild til að mistakast.“ En nú hefurðu fengið óteljandi tilboð sem þú hefur orðið að hafna - veistu um eitthvað sem þú sérð eftir að hafa hafnað? „Það er auðvelt að taka á móti tilboðum og segja þetta vil ég, þetta vil ég ekki, og það gerði ég helst ekki. Ég las yfir tilboðin sem komu en lagði TMM 2005 • 1 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.