Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 13
SöGULJÓÐ BORGARINNAR andlegt ástand manna árið 1903. Að mati hans var höfuðvandi nútíma- tilveru að reyna að halda sjálfstæði sínu og séreðli gagnvart ofurveldi samfélagsins, arfi sögunnar, ytri menningu og tækni lífsins. Stórborgar- lífið hefði gríðarleg áhrif á sjálfsmynd manna og skapaði mikið álag á taugakerfið sem stafaði af skyndilegum og stöðugum skiptum innri og ytri áhrifa.5 Taugaveiklunin var ekki eina afleiðing stórborgarlífsins, því fylgdu líka frelsi og nýir möguleikar.6 Á íslandi færðist þungamiðja menningarinnar úr sveitunum yfir í borgina í byrjun 20. aldar; Reykjavík varð miðpunktur íslenskrar menningar og hlaut um leið að verða sögu- svið nýrra bókmennta.7 í íslenskum glæpasögum er gerð tilraun til að skapa mýtu um glæpaborgina Reykjavík. Fásinnið í sveitinni Húsið við Norðurá mun vera fyrsta íslenska glæpasagan í fullri lengd. Hún er eftir Guðbrand Jónsson (sem skrifaði undir dulnefninu Einar skálaglamm) og kom út árið 1926. Þar segir frá tveimur Englendingum, Smith majór og þjóni hans Maxwell (hann heitir Owen en siglir undir fölsku flaggi), sem koma til fslands til að veiða lax. Majórinn deyr á voveif- legan hátt og vinnumaður á nálægum bæ, Þorsteinn, er grunaður um að vera valdur að dauða hans. íslenska lögreglan stendur ráðþrota and- spænis glæpnum og handtekur Þorstein eftir ábendingu frá Jóni bónda sem er faðir Guðrúnar unnustu Þorsteins. Guðrún kallar þá til bróður sinn Goodmann Johnson. Hann er íslenskur einkaspæjari sem starfar í Bandaríkjunum og hét áður Guðmundur Jónsson. Söguna má skilja sem paródíu á sveitasöguna og íslenskt samtímasam- félag meðan sveitasögur voru allsráðandi í íslenskum bókmenntum. Glæpasagnaformgerðin sýnir vel fram á heimóttarskap íslenskra sveita- sagna og íslensks samfélags á þessum tíma. Matthías Viðar Sæmundsson hefur fjallað um íslenskar skáldsögur á tímabilinu frá 1850-1920 og telur að ástamálalýsingar séu lykill að þeim.8 Sögurnar gerist í lokuðum og kyrrstæðum heimi íslenskra sveita þar sem allt hafi lotið ströngum reglum, ekki síst ástalífíð, og makaval hafi þjónað félagslegum tilgangi.9 Húsið við Norðurá gerist í þess konar samfélagi og ástamál eru vissu- lega höfuðdrifkraftur sögunnar. Það er ástarsamband Owens höfuðs- manns (sem kallar sig Maxwell) og ungfrú Cornish sem kemur allri atburðarásinni af stað en Owen myrðir Smith majór til að vernda sæmd unnustu sinnar. í framhaldinu er það ástarsamband Guðrúnar og Þor- steins sem verður til þess að Þorsteinn er handtekinn fyrir morðið og að Guðrún kallar til Goodmann Johnson. í sögunni er ekki fengist við borgar- TMM 2005 • 1 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.