Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 82
Jón Yngvi Jóhannsson íslandi.1 Saga Karitasar endurspeglar að nokkru leyti feril þessara kvenna, en í henni felst líka útópískur draumur um sögu sem getur farið á annan veg, um óvenjulega konu sem brýst út úr því hlutverki sem öldin hefur úthlutað henni. Karitas er ung stúlka á íslandi í upphafi 20. aldar. Yfirstéttarkona á Akureyri uppgötvar myndlistarhæfileika hennar og henni býðst að fara á Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn og læra þar sér að kostnaðarlausu. En þegar heim er komið reynist allt annað en auðvelt fyrir Karitas að fylgja listamannsdraumnum eftir og þegar hún svo verður ástfangin af sjómanni sem býr í einangrun á Borgarfirði eystra verður togstreitan á milli ástarinnar og listarinnar enn erfíðari. Sagan spannar vítt svið, tilfinningalega og bókmenntalega. Umhverfi sögutímans birtist ljóslifandi, oft með býsna beittum írónískum broddi. í sögunni skiptast á raunsæir frásagnarkaflar og ljóðrænni kaflar sem bera titla líkt og þeir séu málverk eða skissur. í þeim köflum talar Karitas sjálf í fyrstu persónu. En þetta er líka dramatísk ástar- og örlagasaga. f lokin verður hún næstum því melódramatísk. Þetta er bók um sterkar ástríður og mikil innri átök, sterkar andstæður, bæði milli ólíkra persóna og innra með aðalsöguhetjunni. Kristín Marja hefur áður lýst sterkum konum og miklum örlögum, en þessi bók er öll stærri í sniðum en síð- ustu verk hennar, blæbrigðaríkari og magnaðri. Auður Jónsdóttir hefur allt frá því hún sendi frá sér fyrstu skáldsögu sína, Stjórnlausa lukku, verið í hópi efnilegri ungra skáldsagnahöfunda. Það er óhætt að fullyrða að í nýjustu skáldsögu sinni, Fólkinu í kjallar- anum, springi hún út sem fullþroskaður skáldsagnahöfundur. í sögunni er lýst fólki sem allt tengist aðalpersónunni, Klöru. Foreldrar hennar og systir eru öll illa haldin af alkóhólisma og tilheyrandi sjálfsblekkingum. Sjálf hefur Klara valið sér líf sem virðist alger andstæða þess sem hún er alin upp við: öruggt líf í sambúð við traustan og efnahagslega vel stæðan ungan frjálshyggjumann. Sagan greinir frá uppgjöri sem Klara neyðist til að ganga í gegnum. Megineinkenni sögunnar og helsti styrkur liggur í vel sköpuðum persónum sem öllum er lýst af sterkri samúð og skilningi. Líkt og fyrri sögur Auðar er Fólkið í kjallaranum hefðbundin raunsæ- issaga sem fýrst og fremst fjallar um fólk í samtímanum og vandamál þess. En þessi saga er miklu þroskaðra verk, persónurnar og tengsl þeirra eru flóknari, stíllinn margbrotnari, frásagnarhátturinn öruggari. En eins og í fyrri bókum tekst Auði að gera hvort tveggja í senn, að afhjúpa veik- leika persónanna og misgerðir og vekja með þeim djúpan skilning og samúð. Fjölskyldutengsl og ábyrgð á öðrum eru einnig þungamiðjan í skáld- 80 TMM 2005 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.