Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 85
Glæpur, refsing, ábyrgð ekki langt undan. Sögumaður hverfur inn í annan heim sem er eins og sambland af Palli var einn í heiminum og nútímahryllingsmynd af ódýrara taginu. Heimsendastemningin svífur yfir vötnum í Reykjavík sem er mannlaus að undanteknum söguhetjunum tveimur, stundakenn- aranum unga og stúlku á sama aldri. Lífi þeirra er hins vegar ógnað af skrímslum sem ekkert vinnur á nema ef til vill vopnuð barátta. Þótt þessi saga kunni í endursögn að hljóma eins og handrit að B- mynd, og minni raunar helst á Zombie-myndir Rogers Coreman og fyrstu mynd Hringadróttinsleikstjórans Peters Jackson er það bara á yfir- borðinu. Einsemdin í mannlausri borginni og hryllingsverurnar sem sækja að eru kröftug útmálun á ofsóknarkennd sem á rætur sínar í menningarástandi þar sem allt er fljótandi, öll mörk hafa verið leyst upp. Steinar Bragi notar þannig myndmál og sögur úr afþreyingarmenningu samtímans á skapandi hátt til að fjalla um samtímann. Sögumaður sem í heimspeki sinni leggur mesta áherslu á frumsetningu Descartes, „Ég hugsa þess vegna er ég“, festist í martröð þar sem mörk skynjunarinnar og einstaklingsins eru brotin niður, ekkert er eins og það sýnist. í skáldsögu Jökuls Valssonar, Börnin í Húmdölum, birtast skrímsli og bardagaaðferðir hryllingsmyndanna á hinn bóginn í sínu náttúrulega umhverfi ef svo mætti segja. Sagan af baráttu barnanna í blokkinni Húmdölum við skrímslin sem í raun og veru búa í skápunum þeirra er fantasía af blóðugustu og æsilegustu gerð. Rétt eins og glæpasögurnar komu til ísiands fyrir tæpum áratug eru nú fantasíur loksins orðnar að íslenskri bókmenntagrein. Því er auðvitað ástæða til að fagna, ekki síst vegna þess að Jökull er feykilega flinkur skáldsagnahöfundur, hann hefur fullkomið vald á því að skapa persónur og umhverfi ásamt því að spinna æsilega og hraða atburðarás. Jökull færir sér, rétt eins og Haukur og Steinar Bragi, heim barnabókanna í nyt. BloJckin sem er sögusvið Barn- anna 1 Húmdölum og umhverfi hennar minna ekki lítið á heimkynni fyrrnefnds Einars Áskels og ósýnilegur vinur sem minnir á Manga kemur þar einnig töluvert við sögu. Að lokum Alvara, einlægni, óhugnaður. Allt þetta einkenndi ár glæpsins í íslenskum skáldsögum. Þær skáldsögur sem vöktu mesta athygli undirritaðs eiga sameiginlegt að fjalla um álitamál, félagsleg, siðferðileg, pólitísk. Þar með er elcki sagt að aftur séu upp runnir tímar hins milliliðalausa raunsæis, hinnar sundurgreinandi skáldsögu sem afhjúpaði fremur en að skemmta. Raunsæi er ekki einfaldur hlutur og þær skáldsögur sem hér TMM 2005 • 1 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.