Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 44
Bergljót Jónsdóttir segja upp var mjög erfitt. Að opna blöðin á hverjum morgni í marga mánuði og spyrja ekki: er eitthvað í dag? heldur: hvað segja þeir í dag! Dag eftir dag eftir dag eftir dag ... það er erfitt. Dagblöðin á Vesturland- inu voru neikvæðust en Oslóarblöðin voru í raun rnjög jákvæð í minn garð þegar á leið. Innihaldið í því sem ég gerði hefur enn þann dag í dag ekki verið gagnrýnt - þvert á móti, og það er það sem skiptir máli.“ Að breyta sýn Hvaðfinnst þér þú hafa lært á þessu starfi? „Ég hef lært mjög mikið. Mest hef ég lært um manneskjuna sjálfa og hvað hún hefur að geyma, hversu margslungin hún er. Ég hef kynnst frá- bærum listamönnum og áttað mig enn betur á því hve mikilvægu hlut- verki listirnar gegna í ólíkum þjóðfélögum. Mér hefur skilist hversu heppin við erum sem búum á Vesturlöndum, þrátt fyrir allt. Skilningur manns á mikilvægi tónlistarinnar hlýtur að breytast við að kynnast Afgana sem ekki hefur getað spilað á hljóðfærið sitt í mörg ár án þess að eiga á hættu að vera drepinn. Eða þegar maður hittir samviskufanga frá Kína sem hefur haldið í sér lífinu í fangelsinu með því að semja tónlist og yrkja ljóð. Á hinn bóginn varð ég í Bergen að taka þátt í endalausum umræðum um hvort æfingar á dag mættu vera 4 eða 5 klukkutímar og reyndi að átta mig á því af hverju ekki var hægt að mæta á æfmgu á upp- stigningardag. Mér dettur líka í hug ein af mínum góðu samstarfskonum í fjarlægum löndum. Hún er frá íran, lágvaxin eldri kona og heitir Soudabe. Við erum alltaf að tala um hvernig við getum búið til net - tengslanet út um allan heim. Það kann hún. Hún ferðast um lönd Araba fyrir sjálfa sig, mig og aðra sem ekki hafa tök á að komast þangað sjálfir. Einu sinni þegar ég var stödd á skrifstofu annars vinar míns í París hringdum við í hana til Afganistan þar sem hún var þá stödd til að spyrjast fýrir um tónlistar- menn sem okkur langaði til að bjóða til Parísar og Bergen. Þá sagði Sou- dabe í miðju símtali: „Æ, æ, bíðið þið aðeins, ég heyri ekkert fyrir þessari skothríð hérna úti, ég verð að loka glugganum!“ Þá var hún á flakki á sjálfum átakasvæðunum að leita að fhnkustu tónlistarmönnunum - þeim allra bestu. Hún vissi að hverju hún var að leita, hún vissi ekki hvar það var nákvæmlega en hún kunni að leita. Ég kynntist slíku fólki, sem lagði á sig endalaust erfiði til þess að hjálpa okkur til að eignast smáhlut- deild í menningarlegri auðlegð heimsins og til að hjálpa listafólki sem var 42 TMM 2005 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.