Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 75
Glæpur, refsing, ábyrgð höfunda sem þar að auki voru allir saman í menntaskóla. Það stendur engin ein kynslóð í sviðsljósinu ótrufluð og þótt sömu höfundar og síð- ustu ár raði sér í efstu sæti metsölulista og þeir séu allir af sömu kynslóð þá er fjöldi annarra höfunda kominn upp að hlið þeirra. Sumir hafa jafnvel freistast til að tilkynna kynslóðaskipti með tilheyr- andi afhausunum. Björn Þór Vilhjálmsson skrifaði í Morgunblaðinu um bækur þeirra Einars Más Guðmundssonar og Steinars Braga dóma sem birtust saman dag (27. nóv.). Titillinn á ritdómnum um Bítlaávarpiö eftir Einar Má er: „Hinsta andvarp ’68 kynslóðarinnar“ en um Sólskinsfólk Steinars Braga segir Björn Þór: „Gljáandi skáldsaga“. Má ekki þýða þetta einfaldlega sem: „Konungurinn er dauður - lengi lifi konungurinn“? En svona einfalt er þetta ekki, við höfum meðal okkar lifandi sönnun þess að höfundar geta haldið áfram að skrifa frjóar og nýskapandi skáld- sögur löngu eftir fimmtugt og jafnvel eftir eina eða fleiri miðlungsbækur, Guðbergur Bergsson heldur sínu striki og vel það í nýjustu bók sinni, Lörn- uöu kennslukonunum. Þetta er fýrsta skáldsaga Guðbergs í 10 ár eða síðan Ævinlega kom út árið 1994. Ég veit ekki hvort hægt er að segja að Guð- bergur komi manni á óvart lengur, sama upp á hverju hann tekur, en þessi saga sýnir að hann ennþá í fullu fjöri sem nýskapandi höfundur og von- andi kemur hún flatt upp á einhvern. Hún er býsna ögrandi á fleiri en einn hátt. Söguhetja Lömuðu kennslukvennanna kemur í upphafi sögu heim frá námi í fagurfræði á Italíu. Móttökurnar eru snautlegar. Hann fær hvergi vinnu við hæfi og heimóttarskapur íslendinga er alger. Þetta minnir á köflum á það þegar Guðbergur sjálfur er að segja þjóðinni til syndanna í misskemmtilegum blaðagreinum, en þegar nöldrið er komið í búning skáldskapar verður það í senn beinskeytt og fyndið. En þótt þessi saga Guðbergs fjalli öðrum þræði um íslenskt hugarfar á fremur yfirborðskenndan hátt og sumum lesendum þyki nóg um það kynlífssagnasafn sem streymir fram eftir að sögumaður kemst í kynni við lömuðu kennslukonurnar sem hann er ráðinn til að gæta held ég að menn verði að skyggnast aðeins dýpra til að sjá hversu merkileg þessi saga er í raun og veru. Það er engin tilviljun að aðalpersónan er menntuð í evrópskri fagur- fræði. Oft hefur verið rætt um það að íslensk menning sé í ríkum mæli byggð á frásögnum fremur en rökhugsun, að í stað þess að beita rökum og heimspekilegri greiningu kjósi íslendingar ævinlega að segja sögur og drepa þannig málum á dreif. Sagan um Lömuðu kennslukonurnar er útmálun á þessum hugsunarhætti, háðsk og beitt eins og höfundinum er tamt. Þetta er saga sem má túlka sem dæmisögu um íslendinga, frásagnar- dýrkun þeirra og sjálfsupphafningu á kostnað alls þess sem er framandi. TMM 2005 • 1 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.