Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 9
List, sannleikur og stjórnmál
var sagt að írak ógnaði öryggi heimsins. Við vorum fullvissuð um sann-
leiksgildi þessa. Þetta var ósatt.
Sannleikurinn er allt annar. Sannleikurinn snertir skilning Banda-
ríkjanna á hlutverki sínu í heiminum og hvernig þau kjósa að rækja
það.
En áður en ég sný mér aftur að nútíðinni langar mig til að líta á
nýliðna fortíð, nefnilega utanríkisstefnu Bandaríkjanna frá lokum síðari
heimsstyrjaldar. Ég tel brýnt að skoða þetta tímabil þó ekki sé nema
lauslega, enda leyfir tíminn ekki meira.
Allir vita hvað gerðist í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu eftir stríð:
kerfisbundið ofbeldið, víðtæk grimmdarverkin, miskunnarlaus kúgun á
sjálfstæðri hugsun. Allt þetta hefur verið skráð og sannað.
En ég vil halda því fram hér að glæpir Bandaríkjanna á þessu sama
tímabili hafi ekki verið kannaðir nema yfirborðslega, hvað þá skjalfestir,
hvað þá viðurkenndir, hvað þá taldir til glæpa yfirleitt. Ég tel að þetta
þurfi að ræða og að sannleikurinn hafi verulega mikið að segja fyrir
ástandið í heiminum eins og er. Þó að Sovétríkin héldu að nokkru leyti
aftur af Bandaríkjunum þá hefur framferði Bandaríkjanna um allan
heim sýnt glögglega að þeim fannst þau geta gert það sem þeim sýnd-
ist.
Það hefur reyndar aldrei verið eftirlætisaðferð Bandaríkjanna að
ráðast beint inn í fullvalda ríki. Yfirleitt hafa þau fremur kosið ‘minni
háttar átök’. Það þýðir að þúsundir manna deyja en ekki eins hratt og ef
sprengju væri varpað á þá beint. Það þýðir að hjarta landsins er sýkt, ill-
kynja æxli er komið fyrir og svo er fylgst með drepinu breiða úr sér.
Þegar þjóðin hefur verið kúguð - eða barin til dauðs - það kemur út á
eitt - og einkavinir manns, herinn og stórfyrirtækin, sitja í makindum
við völd, þá stillir maður sér upp fyrir framan myndavélarnar og segir
að lýðræðið hafi sigrað. Þetta var algengt í utanríkispólitík Bandaríkj-
anna á árunum sem ég er að tala um.
Harmleikurinn í Nicaragua er stórmál í þessu samhengi. Ég legg það
fram hér sem áhrifamikið dæmi um sýn Bandaríkjanna á hlutverk sitt í
heiminum, bæði þá og nú.
Ég sótti fund í bandaríska sendiráðinu í London seint á níunda ára-
tugnum.
Bandaríkjaþing var í þann veginn að ákveða hvort það ætti að veita
Kontraskæruliðum meiri fjárstuðning til að berjast gegn stjórninni í
Nicaragua. Ég var í sendinefnd á vegum stjórnar Nicaragua en fremstur
í þeim flokki var séra John Metcalf. Fyrirliði nefndar Bandaríkjastjórn-
ar var Raymond Seitz (þá varasendiherra, síðar sendiherra). Séra Met-
TMM 2006 ■ 1
7