Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 10
Harold Pinter calf sagði: „Herra minn, prestakall mitt er í Norður-Nicaragua. Sókn- arbörn mín reistu skóla, heilsuverndarstöð, menningarmiðstöð. Við höfum lifað í friði. Fyrir nokkrum mánuðum réðist flokkur Kontra- skæruliða á héraðið. Þeir eyðilögðu allt, skólann, heilsuverndarstöðina, menningarmiðstöðina. Þeir nauðguðu hjúkrunarkonum og kennurum, drápu lækna með hinum svívirðilegustu aðferðum. Þeir höguðu sér eins og villimenn. Vinsamlegast biðjið Bandaríkjastjórn að hætta að styðja þessa hryðjuverkamenn.“ Raymond Seitz hafði orð fyrir að vera skynsamur, ábyrgur og afar fágaður maður. Hann naut mikillar virðingar í utanríkisþjónustunni. Hann hlustaði, þagði við en sagði síðan með nokkrum þunga: „Faðir,“ sagði hann, „leyfið mér að segja yður nokkuð. I stríði þjást hinir sak- lausu ævinlega.“ Þögnin var ísköld. Við störðum á hann. Hann deplaði ekki auga. Hinir saklausu þjást vissulega, alltaf. Loks sagði einhver: „En í þessu tilviki eru ‘hinir saklausu’ fórnarlömb grimmdar sem stjórn yðar styrkir, og meðal margra slíkra. Ef þingið veitir Kontraskæruliðum meira fé verða fleiri slík grimmdarverk fram- in. Er það ekki rétt? Er þá ekki stjórn yðar sek um að styðja morð og tortímingu þegna í fullvalda ríki?“ Seitz var óhagganlegur. „Ég samþykki ekki að staðreyndirnar styðji fullyrðingar yðar,“ sagði hann. Þegar við vorum að fara út úr sendiráðinu sagði starfsmaður þess að hann héldi upp á leikritin mín. Ég ansaði ekki. Ég ætti að minna á að á þessum tíma gaf Reagan forseti eftirfarandi yfirlýsingu: „Kontraskæruliðar eru siðferðileg hliðstæða við feður Banda- ríkjanna, okkar Founding Fathers.“ Bandaríkin studdu grimmdarstjórn einræðisherrans Somoza í Nic- aragua í yfir 40 ár. Þjóðin steypti ógnarstjórninni árið 1979 í grasrótar- byltingu sem Sandinistar leiddu. Sandinistar voru ekki fullkomnir. Þeir áttu til sinn hroka, og stjórn- málaheimspeki þeirra var þversagnakennd. En þeir voru greindir, skyn- samir og siðmenntaðir. Þeir hófust handa við að skapa tryggt, gott og fjölbreytilegt samfélag. Dauðarefsing var afnumin. Hundruðum þús- unda fátækra bænda var bjargað frá bana. Yfir hundrað þúsund fjöl- skyldum var gefið land. Tvö þúsund skólar voru byggðir. Merkileg lestr- arherferð minnkaði ólæsi í landinu í einn sjöunda. Menntun varð ókeypis og heilsugæsla líka. Barnadauði minnkaði um þriðjung. Löm- unarveiki var útrýmt. Bandaríkin fordæmdu þennan árangur sem marxísk-leníníska niður- 8 TMM 2006 ■ 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.