Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 12
Harold Pinter Hundruð þúsunda manna dóu í þessum löndum. Dó það fólk í raun og veru? Og er hægt að kenna utanríkisstefnu Bandaríkjanna um allan þann dauða? Svarið er já, þetta fólk dó og utanríkisstefnu Bandaríkj- anna er um að kenna. En það er ekki von að þið vitið það. Þetta gerðist aldrei. Ekkert gerðist. Jafnvel meðan það gerðist þá gerð- ist það ekki. Það skipti ekki máli. Það var ekki áhugavert. Glæpir Bandaríkjanna hafa verið kerfisbundnir, stöðugir, grimmilegir, mis- kunnarlausir, en sárafáir hafa talað um þá. Við verðum að gefa Banda- ríkjunum það. Þau hafa beitt valdi sínu af kulda um allan heim um leið og þau hafa leikið hin góðu öfl. Þau hafa dáleitt heiminn af mikilli snerpu og jafnvel snilld. Ég sting upp á því við ykkur að Bandaríkin reki flottasta sjóið sem í boði er. Grimmt, tilfinningalaust, fullt fyrirlitningar og miskunnarlaust er það ef til vill, en það er líka rosalega sniðugt. I sölumennsku kemst enginn í hálfkvisti við Bandaríkin og vinsælasta söluvaran er sjálfselska. Hún slær í gegn. Hlustið á alla Bandaríkjaforseta segja „fólkið í Amer- íku“ í sjónvarpið, til dæmis í setningunni „ég segi við fólkið í Ameríku að nú er tími til að biðja og verja rétt bandarískra þegna og ég bið fólkið í Ameríku að treysta forseta sínum og þeim aðgerðum sem hann er í þann mund að grípa til á vegum fólksins í Ameríku." Þetta er æðislega snjallt bragð. Tungumálið er beinlínis notað til að halda hugsuninni í skefjum. Orðin ‘fólkið í Ameríku’ búa til ótrúlega loftmikinn huggunarkodda. Þú þarft ekkert að hugsa. Hallaðu þér bara aftur á koddann. Koddinn kæfir kannski skynsemi þína og gagnrýna hugsun en hann er afskaplega þægilegur. Að vísu á þetta ekki við um þær 40 milljónir sem lifa undir fátæktarmörkum og þær tvær milljónir karla og kvenna sem gista hið víðáttumikla gúlag fangelsa sem teygir sig um Bandaríkin þver og endilöng. Bandaríkin hirða ekki lengur um að halda átökum í lágmarki. Þau sjá enga ástæðu til að halda sig til hlés né vera út undir sig. Þau leggja spil sín á borðið án þess að skeyta um skömm eða heiður. Þeim er fjandans sama um Sameinuðu þjóðirnar, alþjóðalög eða gagnrýnin andmæli sem þau líta á sem ástæðulaus og gagnslaus. Svo eiga þau líka sitt eigið litla lamb sem þau teyma á eftir sér, hið auma og framtakslausa Stóra Bret- land. Hvað er orðið um siðferðiskennd okkar? Höfðum við hana einhvern tíma? Hvað þýðir þetta orð? Vísar það til hugtaks sem afar sjaldan heyr- ist nú um stundir - samvisku? Samvisku sem nær ekki aðeins til okkar eigin gerða heldur samábyrgðar okkar með gerðum annarra? Er þetta allt dautt? Sjáið Gvantanamoflóann. Hundruðum manna haldið án 10 TMM 2006 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.