Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 23
Þáttur af Friðriki VII Friðrik tengdasonur skal kanna þá staði að hann heldur óskaði sér ann- arra betri. Geri hann hvorki iðran né yfirbót skal slíta yðar ektaband og munum vér þá fá yður annan ektamaka og verðugri yðar beðmála." Þá var konungur reiður og slitu þau talinu. Friðrik konungur lét nú taka tengdason sinn nauðugan og flytja um sinn í eins konar gæslu þar sem heitir Jagaraprís í Oddahéraði á Sjálandi. Þar er fagurt slot og veiðilendur ágætar og skyldi nú Friðrik hugsa þar ráð sitt í næði. Ekki hafði þó Friðrik lengi setið á Jagaraprísi er honum fór að líka þar vistin betur en í öðrum stöðum og saknaði síst eiginkonu sinnar. Þar í kring eru miklir fornmannahaugar og tröllastofur stórar og fúlar. Friðrik axiaði nú grefil sinn á hverjum morgni og braut haug af haug. Gæslumönnum hans leiddist ákaflega þessi iðja og linaðist varð- haldið. Hvern dag er tók að rökkva tók Friðrik að þyrsta og gekk hann þá úr haug sínum á nærliggjandi krá. Öllum er þangað sóttu líkaði við hann vel, enda maðurinn örlátur á fé og veitingar og blíður og skemmtinn í viðmóti. Það barst til eyrna Friðriks konungs, að í stað þess að taka út verðuga refsingu og meðfylgjandi iðran dámaði Friðrik tengdasyni hans hvergi betur en í útlegð sinni á Jagaraprísi og léki hann þar við hvern sinn fing- ur og syngi drykkjusöngva á kvöldum með þrekkjúðum og eldabuskum í Oddahéraði. Konungur lét nú þegar senda eftir Friðriki og flytja út á herskip sín. Var fátt um kveðjur með þeim tengdafeðgum og lét Friðrik konungur svo um mælt að nú skyldi frysta óartina úr Friðriki Kristjáns- syni í eitt skipti fyrir öll. En það er af Friðriki að segja að herskipin stefndu með hann norður í Dumbshaf. Hann seldi ákaflega upp hin fyrstu dægur en er skipin komu í námunda við Færeyjar rénaði sjósóttin. Skipin sigldu inn á Djúpið undir Karlsey, þar sá Friðrik prins margar sauðkindur í bröttum hlíðum og á bjargastöllum og spurði hverju sætti. Fróður skipstjórnar- maður sagði honum hið sanna, að eyjarnar væru kvikar af sauðfé og drægju nafn sitt af þeim. Þeir ásauðir sem Friðrik hafði séð á Jagaraprísi og suður hjá Róm voru kollótt dýr og halasíð og hann undraðist mjög ærnar er hann nú sá á beit í björgum í Karlsey og vildi skoða nánar. Skipstjórnarmaður lét skjóta út báti og róa honum undir björgin. Friðrik hafði tekið með sér veiðibyssu sína og skaut hann nú tvær ær mórendar og ultu þær úr bjarginu niður í sjó. Bátsverjar hökuðu þær upp svo prinsinn mætti skoða þær nánar og hann sagði það skipverjum að hér væri fundin ný veiðidýrategund áður óþekkt og skyldi leggja ærnar heilar í salt og flytja heim til Danmerkur að vísindamenn næðu að skoða þær. TMM 2006 ■ 1 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.