Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 29
Þáttur af Friðriki VII Kristján VIII, hafði leyft íslendingum að velja sér þing til ráðgjafar um stjórn landsins. Er Friðrik VII lagði af einveldi kröfðust íslendingar aukinnar sjálfstjórnar og boðuðu til mikils fundar og kölluðu þjóðfund. Ekki vildi Friðrik konungur koma á þann fund og kom honum í hug setan á kvartelinu í Kalmanstungu forðum. í sinn stað skipaði hann Trampe greifa, einn þeirra manna sem höfðu sýnt frú Danner fálæti og var stiftamtmaður á íslandi, og sagði honum mátulegt að skíta í tunnur Islendinga. Sjálfur fór hann ásamt frú Danner til Borgundarhólms að skoða fornmannaverk meðan á fundinum stóð. Þar á eynni miðri sem heita Almenningar stóð ein eik mikil og fögur og svo gömul að mati lærðra manna að hún hafði brumað og fellt sitt lauf yfir Aldinborgar- konunga alla. Til að auka enn prýði eikurinnar risti nú Friðrik konung- ur með eigin hendi stórt hjarta á eikina með nöfnum þeirra frú Danner. Svo mjög unni hann konu sinni að enginn hlutur þótti honum það fagur að ekki mundi fríkka enn við að bera henni nokkurt vitni. Er þjóðfund- ur á íslandi var úti sneri Friðrik aftur til Sjálands en svo mjög gramdist ættgöfgum mönnum á Borgundarhólmi nafn frú Danner að þeir létu höggva eikina. Á þeim árum sem nú fóru í hönd voru tíðum róstur með Dönum og Þjóðverjum, sem ágirntust kostajarðir hertogadæmanna. Þjóðverjar hót- uðu pest og pataldri ef Danir létu ekki löndin. Eins og áður er skráð var Friðrik VII einhver mestur friðarkonungur í Danmörku og var honum æ þyngri raun að hlýða á vopnaskak Þjóðverja. Við það hrakaði svo heilsu hans að margan dag fylgdi hann vart klæðum. Fluttu þau frú Danner því til Jagarapríss og undu þar löngum fjarri veraldarglaumi. Það var helsta skemmtan konungsins er heilsa hans var bág að sitja við opinn hallarglugga með veiðistöng sína og dorga í virkisgröfinni er umlukti höllina. Fátt var þar fiska en svo mjög var hann elskaður af nágrönnum sínum að jafnan gættu bændur þess að hafa nýjan fisk nær- hendis til að krækja á dorgina. Hann var kallaður Friðrik hinn þjóð- kæri. Hann dó sex nóttum fyrir Cecilíumessu er hann var í heimsókn hjá frændum sínum í þeim stað er heitir Fukkuborg. Þar fékk hann harðan iðraverk og er honum elnaði sóttin lét hann kalla til sín frú Danner og son hennar og kvaddi þau með þessum orðum: „Far vel, mín Fipurtá, far vel Berðlingsson.“ En við þjóna sína sagði hann: „Gleymið mér, góðir menn, því þá hefur konungur stjórnað rétt að nafn hans gleymist fljótt.“ Þá hafði hann verið konungur í fimmtán vetur og var harmdauði öllum almúga. Með honum lauk í Danmörku konungdómi þeirra manna er voru í beinan karllegg frá Elmari af Aldinborg. TMM 2006 • 1 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.