Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 36
JÓRUNN SlGURÐARDÓTTIR ritum sínum í Austurríki af pólitískum ástæðum. Síðar aflétti hún reyndar því banni með þeirri yfirlýsingu að það hefði enga merkingu að banna textum aðgang að því sem þeir fjalla um. En Elfriede Jelinek hefur líka fengið ógrynni verðlauna og viðurkenninga. Að því leyti er hún ótvírætt „innanveltu". Af því sem lesa má um Elfriede Jelinek á veraldarvefnum, og það er talsvert, kemur glöggt fram að hún hefur snemma ákveðið að gera kúgun og valdbeitingu að viðfangsefni sínu. í skáldskap sínum hefur hún rann- sakað mynstur kúgunarinnar og hvernig bæði hinir kúguðu og þeir sem beita valdi eru fórnarlömb kerfis sem þekkir enga mannúð og metur framfarir í völdum og eignum. Og aðferðin til árangurs í þessu kerfi er hlutgerving þeirra sem minna mega sín, þeirra sem ekki búa yfir nægi- legu afli til að verja sig - eins og konur -, eða lúta lögmálum sem koma í veg fyrir varnir - eins og náttúran. Sjónarmið gróða og valds eru allsráð- andi hvort heldur er í framleiðslunni, einkalífinu eða menningarlífinu. í verkum sínum hefur Elfriede Jelinek beint sjónum að hinum óhamda, ólgandi krafti í náttúru manneskjunnar, þ.e. kynlífinu, og hinni eigin- legu náttúru landsins, hinu villta, víðfeðma og háa. Verk hennar fjalla oft um það hvernig þessi öfl kynda undir kúgun þeirra sem búa yfir krafti og aðferðum til að brjóta undir sig: gera konur að kynlífsþrælum og nátt- úruna að gróðalind með orkuverum og ferðamannaiðnaði. Elfriede Jelinek er fædd í hinu fagra Alpahéraði Steiermark í Austurríki árið 1946, ári eftir að heimstyrjöldinni síðari lauk. Faðir hennar var tékkneskur Gyðingur sem komst undan helförinni vegna þess að efna- fræðirannsóknir hans voru nasistum mikilvægar. Skömmu eftir að stríðinu lauk veiktist hann á geði og dvaldi eftir það að mestu á sjúkra- húsum og lést á geðveikrahæli árið 1969. Móðir Elfriede var af auðugum Vínarbúum komin og flutti með dótturinni til Vínar þar sem Elfriede gekk fyrst í kaþólskan stúlknaskóla. Fjórtán ára gömul hóf hún nám í orgel- og blokkflautuleik við Tónlistarháskólann í Vín og stundaði þar síðar nám í tónsmíðum. Að loknu stúdentsprófi árið 1964 hóf hún nám í leikhúsfræðum og listasögu við háskólann í Vín. Á háskólaárunum starfaði hún með róttækum hópum stúdentahreyfingarinnar og var virkur þátttakandi í hinni nýju bókmenntaumræðu í Austurríki í kring- um tímaritið manuskripte. I byrjun áttunda áratugarins ferðaðist hún um Evrópu, dvaldi í Róm og einnig í Berlín. Árið 1974 giftist hún Gott- fried Hungsberg sem hafði starfað náið með þýska kvikmyndagerðar- manninum Rainer Werner Fassbinder. Sama ár og Elfriede Jelinek gekk í hjónaband gekk hún einnig í kommúnistaflokk Austurríkis. 34 TMM 2006 • 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.