Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 38
JÓRUNN SlGURÐARDÓTTIR ferðum sé ennþá beitt, aðeins með ísmeygilegri hætti. f fjölmiðlum á hægri kantinum hefur Elfriede Jelinek hvað eftir annað verið kölluð óvinur Austurríkis sem stöðugt driti í eigið hreiður. En hún hefur ekki látið það á sig fá heldur haldið áfram að skrifa beinskeyttar, afhjúpandi ritgerðir og skáldskap. Það var því ekki auðvelt fyrir austurrísk stjórn- völd að gleðjast innilega yfir þeirri athygli sem skyndilega beindist að verkum og persónu Elfriede Jelinek þegar hún fékk Nóbelsverðlaunin. Út frá framansögðu þarf ekki að koma á óvart að yfirskrift Nóbels- ræðu Jelinek skyldi vera Im Abseits (Utanveltu) sem er sannnefni í fleiri en einum skilningi. í fyrsta lagi var Elfriede Jelinek ekki viðstödd verð- launaafhendinguna. Gestir í Stokkhólmi námu orðin af vörum hennar á risavöxnum sjónvarpsskjám. Skarpleitt andlitið fyllir skjáinn og rauð- málaðar varir iða mjúklega við að framleiða texta. Hér er vel haldið utan um orðin, sem hafa verið vandlega valin af nákvæmni og frumleika. Henni er einkar lagið að afskræma hið viðtekna með grótesku mynd- máli til að skapa nýtt sjónarhorn, nýja sýn á raunveruleikann. í þakkarræðunni byrjaði Jelinek á því að líkja raunveruleikanum, við- fangsefni skáldanna, við hárlubba, úfið hár sem iilmögulegt er að greiða niður úr. Orðin, tungumálið sem notað er til að iýsa þessum raunveru- leika, eru hins vegar oftar en ekki slétt og felld. Þau eru sveigjanleg, smeygja sér framhjá hindrunum, draga úr þversögnum, breyta raun- veruleikanum. En hver er raunveruleikinn? Þekkjum við hann í raun og veru? Þekkja skáldin raunveruleikann með öðrum hætti en lesendur. „Skáldin safna hárinu saman, búa til frísúr - hár-greiðslu“, sagði Jelinek, en raunveruleikinn eins og hann birtist okkur í draumi er ekki raun- veruleiki - eða hvernig má skilja eftirfarandi? Skáldin strjúka hendi í gegnum lubbann og safna örvæntingarfull hárinu saman í greiðslu sem umsvifalaust sækir á þau að næturlagi. Eitthvað er ekki eins og það á að vera með útlitið. Flott uppsetta hárið má aftur reka út úr heimi draumanna en án þeirra lætur hárið ekki að stjórn, lætur raunveruleikinn ekki að stjórn. Eða fellur saman og hangir nú eins og slör fyrir andlitinu, einmitt þegar hafði tekist að hemja það. Eða rís ósjálfrátt vegna hryllingsins sem stöð- ugt á sér stað. Það er einfaldlega ekki hægt að koma skikki á þetta. Sama hvað greiðan með örfáum og brotnum tindunum er dregin oft í gegn. Það gengur ekki. Eitthvað er nú enn síður eins og það á að vera. Þetta var upphaf nóbelsræðu Elfriede Jelinek þar sem í löngu máli er hringsólað í kringum ómöguleika þess að fá raunveruleika og texta til að falla hvorn að öðrum. Tungumál hennar er einatt svo flókið að nauðsynlegt er að láta setningarnar hljóma aftur og aftur, leyfa þeim að 36 TMM 2006 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.