Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 39
Utanveltu
ná tökum á sér líkt og tónlist. Það dugir þó ekki alltaf til og kannski ekki
skrítið þegar haft er í huga að höfundurinn, sem hefur hlotið æðstu og
virðulegustu staðfestingu á tilveru sinni fyrir einmitt tónlistina í tungu-
máli sínu, byrjar þakkarræðu sína á því að kveina í örvæntingu um
ómöguleika þess sem aflaði honum viðurkenningarinnar: Bókmennt-
irnar eru vonlaust verk, verkfærið tungumál nær aldrei að lýsa raun-
veruleikanum. Það býr til raunveruleika. Og Jelinek heldur áfram:
Hið skrifaða, sem fjallar um það sem gerist, rennur undan fingrunum líkt og
tíminn, og ekki aðeins tíminn á meðan skrifað er, á meðan ekki var lifað. Eng-
inn missir af neinu á meðan ekki er lifað. Hvorki hinn lifandi né hinn aflífaði
tími og allra síst sá sem er dauður. Á meðan á skrifunum stóð hefur tíminn
þrengt sér inn í verk annarra skálda. Tíminn er þannig að hann getur allt sam-
tímis: þrengt sér inn í eigin verk og annarra, inn í tætingslega hárgreiðslu ann-
arra eins og hressandi en jafnframt grimmur vindur sem óvænt og skyndilega
hefur lyft sér upp yfir raunveruleikann. Þegar eitthvað hefur einu sinni risið þá
bælir það sig kannski ekki svo skjótt aftur. Grimmur vindurinn blæs og rífur
allt með sér.
Með einfaldari orðum: tíminn leið á meðan verið var að skrifa og á
meðan var ekki lifað heldur var nýr raunveruleiki, kannski óþekktur,
mótaður með skrifunum. Ekki bara skrifum eins heldur fleiri. Þessar
bollaleggingar um ósamræmið milli skrifanna og raunveruleikans, um
grímur tungumálsins sem þykjast sýna raunveruleika, leiða hugann að
kenningum póststrúktúralista, ekki síst skrifum Rolands Barthes í bók-
inni Skrifað við núllpunkt frá árinu 1953 (sem kom út í íslenskri þýðingu
2003). í þeirri bók rannsakar Barthes tungumál ákveðinna skeiða bók-
menntasögunnar og sýnir fram á hæfni þess til að umskapa veruleikann
í hvers kyns textum með því sem hann kallar skrift eða skrif (ecriture á
frönsku). Það hugtakleikur á mótum „stíls“ og „tungumáls", og Ástráður
Eysteinsson segir í formála íslensku þýðingarinnar að Barthes noti það
til að lýsa rými rithöfundarins á milli tungumálsins, sem hvílir á ópersónu-
legum, félagslegum stoðum, og stílsins sem er persónulegur og einskonar fram-
lenging af líkama þess sem ritar. í rýminu þarna á milli mótar rithöfundurinn
afstöðu sína; þar tekst hann á við ábyrgð sína sem félagslegur og siðferðilegur
þátttakandi í málheimi umhverfisins.
Ef marka má viðtöl við Elfriede Jelinek og ýmsa persónulegri texta
hennar og greinar virðist þetta vera rýmið þar sem henni líður best, þar
sem hún finnur fótfestu til að eiga orðastað við samtíma sinn í skugg-
anum af fortíð sem ekki má nefna en verður að nefna með einhverjum
TMM 2006 • 1
37