Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 39
Utanveltu ná tökum á sér líkt og tónlist. Það dugir þó ekki alltaf til og kannski ekki skrítið þegar haft er í huga að höfundurinn, sem hefur hlotið æðstu og virðulegustu staðfestingu á tilveru sinni fyrir einmitt tónlistina í tungu- máli sínu, byrjar þakkarræðu sína á því að kveina í örvæntingu um ómöguleika þess sem aflaði honum viðurkenningarinnar: Bókmennt- irnar eru vonlaust verk, verkfærið tungumál nær aldrei að lýsa raun- veruleikanum. Það býr til raunveruleika. Og Jelinek heldur áfram: Hið skrifaða, sem fjallar um það sem gerist, rennur undan fingrunum líkt og tíminn, og ekki aðeins tíminn á meðan skrifað er, á meðan ekki var lifað. Eng- inn missir af neinu á meðan ekki er lifað. Hvorki hinn lifandi né hinn aflífaði tími og allra síst sá sem er dauður. Á meðan á skrifunum stóð hefur tíminn þrengt sér inn í verk annarra skálda. Tíminn er þannig að hann getur allt sam- tímis: þrengt sér inn í eigin verk og annarra, inn í tætingslega hárgreiðslu ann- arra eins og hressandi en jafnframt grimmur vindur sem óvænt og skyndilega hefur lyft sér upp yfir raunveruleikann. Þegar eitthvað hefur einu sinni risið þá bælir það sig kannski ekki svo skjótt aftur. Grimmur vindurinn blæs og rífur allt með sér. Með einfaldari orðum: tíminn leið á meðan verið var að skrifa og á meðan var ekki lifað heldur var nýr raunveruleiki, kannski óþekktur, mótaður með skrifunum. Ekki bara skrifum eins heldur fleiri. Þessar bollaleggingar um ósamræmið milli skrifanna og raunveruleikans, um grímur tungumálsins sem þykjast sýna raunveruleika, leiða hugann að kenningum póststrúktúralista, ekki síst skrifum Rolands Barthes í bók- inni Skrifað við núllpunkt frá árinu 1953 (sem kom út í íslenskri þýðingu 2003). í þeirri bók rannsakar Barthes tungumál ákveðinna skeiða bók- menntasögunnar og sýnir fram á hæfni þess til að umskapa veruleikann í hvers kyns textum með því sem hann kallar skrift eða skrif (ecriture á frönsku). Það hugtakleikur á mótum „stíls“ og „tungumáls", og Ástráður Eysteinsson segir í formála íslensku þýðingarinnar að Barthes noti það til að lýsa rými rithöfundarins á milli tungumálsins, sem hvílir á ópersónu- legum, félagslegum stoðum, og stílsins sem er persónulegur og einskonar fram- lenging af líkama þess sem ritar. í rýminu þarna á milli mótar rithöfundurinn afstöðu sína; þar tekst hann á við ábyrgð sína sem félagslegur og siðferðilegur þátttakandi í málheimi umhverfisins. Ef marka má viðtöl við Elfriede Jelinek og ýmsa persónulegri texta hennar og greinar virðist þetta vera rýmið þar sem henni líður best, þar sem hún finnur fótfestu til að eiga orðastað við samtíma sinn í skugg- anum af fortíð sem ekki má nefna en verður að nefna með einhverjum TMM 2006 • 1 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.