Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 41
Utanveltu Haneke kvikmynd eftir bókinni með Isabelle Huppert í hlutverki píanó- kennarans Ericu. Myndin þykir öðrum þraeði milda ofbeldið sem gegnsýrir bókina en um leið er myndræn útfærsla ofbeldis að sínu leyti meira sjokkerandi en orð á blaði sem lýsa því sama. Það sem þó er kannski áhugaverðast þegar kvikmyndin er borin saman við bók- menntaverkið er hvernig hvort formið fyrir sig opinberar eigin styrk gagnvart viðfangsefni sínu. Sjálf sagði Elfriede um kvikmyndina Píanó- leikarann: „Kvikmynd getur aldrei dregið fram hið dæmigerða eins og ég reyni að gera í bók minni. Kvikmynd kemst aldrei undan hinu örlaga- bundna í persónum sínum.“ Það er auðvelt að láta sogast inn í innihaldsríkt tungumálið og hina ótrúlegu og rökföstu sögu píanókennarans Ericu Kohut. Frásagnarmát- inn er beinskeyttur, sögumaður aldrei langt undan persónunum sem hann teflir fram. Ericu var ætlað að verða frægur konsertpíanisti. Hún varð það ekki heldur lifir frystri tilveru undir járnaga og afskiptasemi móður sinnar, sefur meira að segja í sama rúmi og móðirin, sem var svikin um sinn draum. Þetta er saga um misnotkun, um kúgun og uppreisn, sem er svo dulin og full af skömm og hatri að hún endar með tortímingu. Og það eru ekki aðeins persónur, manneskjur, sem eiga hér hlut að máli og draga aðra með sér 1 tortíminguna. Bókin fjallar nefnilega ekki síður um listina, tónlistina, hvernig hún er misnotuð og henni misbeitt í sam- félagi þar sem stéttaskipting og snobb eru viðmið. Hér kemur einnig snilligáfan við sögu og þá auðvitað líka sársaukinn, hinn frægi, sem gestir í Vínarfílharmóníunni geta lesið um í efnisskrám tónleika og miðlað öðrum sem ekki skynja rétt. Elfriede útlistar hann í Píanóleik- aranum: Sársauki Beethovens, sársauki Mozarts, sársauki Schumanns, sársauki Bruck- ners, sársauki Wagners. Þessi sársauki er þar með eign þess og þess eins sem sjálfur er eigandi Pöschl skóverksmiðjunnar eða byggingarefnastórmarkaðar Kötzler. Beethoven leysir hreyfiafl óttans úr læðingi og herrarnir hvetja á móti óttaslegna starfsmenn sína. Eiginkona doktorsins hefur fyrir löngu öðlast inn- sýn í sársaukann. í tíu ár hefur hún leitað skilnings á síðustu leyndardómunum í sálumessu Mozarts. Fram til þessa hefur henni ekkert orðið ágengt vegna þess að þetta verk verður ekki skilið. Við öðlumst aldrei þekkingu á því. Eiginkona doktorsins segir þetta mesta snilldarverk sem samið hefur verið eftir pöntun í tónlistarsögunni, það er fullvíst að hennar mati og nokkurra annarra. Eigin- kona doktorsins er ein fárra útvaldra sem vita að til eru hlutir sem þrátt fyrir staðfastan vilja verða ekki skýrðir. Hvað er þá eftir til að ráða í? Það er óskýran- legt hvernig slíkt hefur nokkru sinni getað orðið til. Það sama má segja um mörg ljóð sem enginn ætti heldur að útskýra. Leyndardómsfullur, ókennilegur TMM 2006 • 1 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.