Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 42
JÓRUNN SlGURÐARDÓTTIR maður í svörtum ekilsfrakka borgaði fyrirframgreiðsluna fyrir sálumessuna. Eiginkona doktorsins og aðrir sem hafa séð þessa kvikmynd um Mozart vita að þetta var dauðinn sjálfur! Með þessari hugsun bítur hún gat á skurnina sem umlykur einn hinna miklu og þrengir sér inn í hann. I stöku tilviki vex maður af samvistum við miklar manneskjur. Síðustu orðin má líta á sem íróníska athugasemd höfundarins við marg- ar og misjafnar ævisögur sem ritaðar hafa verið um tónsnillinga. Elf- riede hefur reyndar sjálf, með sínum hætti, nýtt sér slíkan efnivið í leikritið um píanósnillinginn Clöru Schumann eins og síðar verður vikið að. Erica Kohut varð hins vegar ekki píanósnillingur heldur kenn- ari mishæfileikaríkra nemenda sem stunda námið undir mismiklum þrýstingi foreldra sinna. Þannig mun líf hennar væntanlega halda áfram að eilífu, án þess að hún geri nokkru sinni upp við sig hvort hún elskar tónlist eða beinlínis hatar hana. Tónlistinni og móðurinni - sem nota bene hefur ekkert vit á tónlist - hefur tekist að gera úr Ericu uppþornaða piparjúnku, hlekkjaða við flygilinn og framtíðaráform móðurinnar um að kaupa eigin íbúð. En í Ericu bærast líka kenndir, framan af væntan- lega ósköp venjuleg ástleitni og löngun til að vera elskuð á eigin forsend- um. í gegnum tíðina hefur móðirin stökkt öllum á flótta sem reyndu að nálgast hina dýrmætu dóttur. En dóttirin á sína flóttaleið, sína upp- sprettu lífs. Á gægjusýningum á ódýrum klámbúllum sogar hún í sig grófasta klám með augunum og þefar áfergjulega af pappírsvasaklútum hörðum af sæði sem einhver þurrkaði af sér. Svo birtist Walter Klemmer, laglegur piltur með ótvíræða tónlistar- hæfileika, og verður ástfanginn af kennslukonunni sinni. Elann eltir hana á röndum, hún víkur sér undan. Síðar gerir hún formlegan samn- ing við hinn unga ástfangna mann, leggur honum lífsreglurnar um samskipti þeirra, hvernig hann skuli pína hana, berja og refsa í tengslum við atlot þeirra. Ungi maðurinn er hvumsa, hræddur. Er verið að gera gys að honum? Sakleysi hins óreynda unglings tekst á við öfugsnúið sakleysi þess sem þrátt fyrir aldur hefur aldrei fengið neitt að reyna nema kúgun. Valdahlutföllin riðlast. Eigi að síður er það „sá líkamlega sterkari með einfaldari heilastarfsemi" sem vinnur fullnaðarsigur, nið- urlægir, meiðir og hreykir sér. Á leiðinni heim frá „kærustu“ sinni mígur Walter Klemmer utan í tré. Hann hleypir meðvitað aðeins jákvæðum hugsunum að heila sínum, ... það er leyndardómur árangurs hans. Heili hans er nefnilega einnota heili; hann skal nota einu sinni og stroka síðan út. Klemmer kærir sig ekki um að dröslast með þungar byrðar heldur kastar þeim frá sér og gengur eins og lifandi ögrun eftir miðri akbrautinni. 40 TMM 2006 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.