Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 44
JÓRUNN SlGURÐARDÓTTIR antíkur og alræðis á íslensku. Leikstjórinn Óskar Jónasson skildi verkið heldur ekki þessum sögulega skilningi heldur klippti það og skar niður þannig að úr varð skemmtileikur um losta, svall og snilligáfu. Clara S. er viðkvæmt verk og fjallar eins og svo mörg önnur verk Elfriede, eink- um frá fyrri hluta ferils hennar, um togstreituna milli afhjúpunar og kúgunar listarinnar, listar sem karlveldið hefur gert að skiptimynt rétt eins og kynverund konunnar. I einu af fyrstu leikritum Elfriede Jelinek, Hvað gerðist eftir að Nóra yfirgaf eiginmann sinn (1980), vinnur Nóra í verksmiðju þar sem hún vekur athygli valdamikils manns í viðskiptalíf- inu. Sá leggur yfir hana loðfeldi og ekur henni um í bíl sínum en þiggur í staðinn líkama hennar og vílar ekki fyrir sér að beita henni sem kyn- veru til að komast yfir mikilvægar viðskiptaupplýsingar til þess að auka enn gróða sinn. Elfriede Jelinek hefur skrifað mörg leikrit sem hafa orðið afar vinsæl á leiksviðum Þýskalands. Leikrit hennar hafa vissulega líka verið svið- sett í heimalandi hennar en þar virðist enn svíða svo sárt í illa grónum sárum hinnar fasísku fortíðar að umræðan nær sjaldan út fyrir þá spurningu hvers vegna Elfriede Jelinek þurfi endilega að kasta skít í sitt eigið fólk. Leikrit hennar í seinni tíð hafa orðið æ sérstæðari. Langir textar án persónutilvísana sem er eins og fleytt fram á misstórum flek- um. I formála bókar frá árinu 1997 með þremur leikritum eftir Elfriede, þeirra á meðal Wolken. Heim (Ský. Heima), skrifar hún undir yfirskrift- inni „Sinn Egal. Körper Zwecklos“ (Tilgangur einskis verður. Líkami tilgangslaus) um skyldur leikarans gagnvart textanum. Þar segir hún sér ekki umhugað um að leikarinn íklæðist tungumálinu heldur sé tungu- málið líkaminn, þ.e.a.s. textinn líkami leikarans. í þessari líkamlegu framgöngu tungumálsins sér hún stefnumót hins persónulega og tungu- málsins í opinberu rými. Leikararnir eru orðin sem þeir mæla en mæla ekki orðin. Ef til vill er ekki augljóst hvernig ber að skilja þetta. Þýskt leikhús hefur löngum verið gagnrýnt fyrir ofuráherslu á textann, lík- aminn virðist jafnvel hafa verið skorinn af neðan við raddböndin. Þetta má oft til sanns vegar færa, en þegar vel tekst til í sviðsetningunni verð- ur til annar líkami á sviðinu, líkami hins talaða orðs. Líkami gerður úr texta, fullur af hugsun og nærveru orðanna líkt og skúlptúr á sviðinu, ekki ólíkt þeim skúlptúr sem tónlist mótar fyrir hugskotssjónum áheyr- anda á góðum tónleikum. Leikritið Wolken. Heim er ágætlega læsilegt svo fremi að lesandinn ætlist ekki til ákveðinnar framvindu með upp- hafi og endi. Verkið er samsett úr nítján mislöngum köflum sem byggja á textum eftir þýsku skáldin Hölderlin og Kleist, heimspekingana Hegel, Heidegger og Fichte, auk tilvitnana í bréf félaga Rauðu herdeildarinnar. 42 TMM 2006 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.