Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 45
Utanveltu Engar gæsalappir eru notaðar og því ekki gott að henda reiður á hvaðan hvað kemur í textanum sem flæðir áfram í margvíslegum mótsögnum sem lifa sjálfstæðu lífi. Af ákefð er talað um heimili, föðurland, ættjörð, gjörgæslu, náttúru, vísindi og hið þýska. Textinn er ekki samhengislaus en án línulegs samhengis frásagnar með persónum. Ég sá verkið á sviði í Residenzleikhúsinu í Munchen fyrir fimm árum eða svo. Sviðið var stórt samveruherbergi með útgöngum til allra átta. Rýmið var vel búið húsgögnum og almennu skrauti í samræmi við Alpa- fjallaklisjur, en Elfriede Jelinek hefur fjallað mikið um skrumskælingu náttúrunnar þegar hún er gerð að söluvöru í ferðamannaiðnaðnum. Þarna héngu sveitasælumyndir, elgshöfuð og vopn af ýmsu tagi á veggj- um. Konur gengu og hlupu út og inn, mælandi textann þar sem oft var erfitt að greina merkinguna til botns. Aftur og aftur urðu þó til heildar- myndir af texta, sem hreyfðist til og frá á sviðinu og líkt og bar uppi líkama þessara kvenna sem hreyfðu sig stundum í fullu samræmi við textann og stundum í fullkominni andstöðu. Dansleikhús með texta mætti kalla þetta leikhús, og ég hef oft saknað þessarar textalegu áherslu í íslensku leikhúsi sem oftar einkennist af léttleika og ljóslifandi per- sónum. Sýningum á verkum Elfriede Jelinek mætti lýsa sem nokkurs konar tilfinningaáreiti merkingar, ekki ósvipað og tónlist vekur með áheyrendum. Eins og ljóst má vera eru verk Elfriede Jelinek ekki leikandi létt og ísmeygileg. Tungumál hennar er þungt og flókið, fullt af hindrunum sem þarf að yfirstíga en opna líka nýja sýn. Og það er þessi breytta sýn sem heillar við lestur bóka hennar. Hún reiðir fram texta annarra, þekktra hugsuða og skálda, auk þess sem hún notfærir sér ævintýri og goðsagnir, gamlar jafnt sem nýjar. Persónur hennar eru fulltrúar þeirra sem hafa staðfest kúgun kapítaiismans, borið uppi velmegunina, en eiga aðeins takmarkaða hlutdeild í henni. Þetta eru unglingar, eiginkonur, verkafólk, fyrrverandi hermenn, þolendur sem reyna að hefja sig upp yfir aðstæður sínar en eiga sér ekki annan raunveruleika í tungumálinu, verkfæri höfundarins, en raunveruleika hins undirokaða, leiksoppsins. Sjálf talar hún um að grafa upp óhroðann, sem sléttu og felldu yfirborð- inu er ætlað að dylja. Elfriede Jelinek notar tungumálið til að afhjúpa samhengi grundvallarkúgunarmynsturs og brjóta niður tálmyndir. I einni síðustu bók sinni, Der Tod und das Mádchen (2003, Dauðinn og stúlkan) - titill sem augljóslega blikkar Schubert - snýr hún nýjum og gömlum ævintýrum á hvolf. Þar hittir Mjallhvít veiðimanninn og þau ræða saman áður en hann drepur hana. Þyrnirós spyr prinsinn hvernig hjónaband þeirra geti gengið. Þau þekkist ekki neitt og hún TMM 2006 • 1 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.