Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 50
Þorleifur Hauksson
Boðskapurinn er að menn eigi að skrifa ferskan stíl, og vissulega lætur
höfundur ganga „leppinn og þvöguna" gagnvart þeim sem „kennt“ er og
„bent“.
Á hinn bóginn eru þetta engar fræðigreinar. Hugtökin sem Þórberg-
ur notar eru mjög huglæg og óvísindaleg. Þau tvö sem falla undir stíl-
fræði eru myndhverfingar með skírskotunum til sálarástands þess sem
skrifar, enda er Þórbergur ekki að skafa utan af þeirri samtengingu.
Aðfinnslur Þórbergs um skalla og ruglandi eru ekki beinlínis stíl-
fræðilegar heldur varða þær nákvæmni í lýsingum og röklegt samhengi,
eða öllu heldur skort á hvoru tveggja. Það má segja að á stöku stað leiði
þessi nákvæmniskrafa út í öfgar eins og Kristján bendir á dæmi um, en
almennt held ég að Þórbergur sé að flestu leyti sjálfum sér samkvæmur
út frá þeim reglum sem hann setur sér. Síðan má auðvitað deila um
þær.
I íslenskri stílfrœði eru stílskrif Þórbergs fyrst og fremst skoðuð í sam-
hengi við höfundarverk hans sjálfs, ekki í samanburði við viðfang hans,
þ.e.a.s. Hornstrendingabók. Eins og Kristján getur vissulega um segir
Þórbergur bæði kost og löst á bókinni og höfundi hennar, segir m.a. að
hún beri af „öðrum héraðalýsingum, er oss hafa birzt, og reyndar fleiri
greinum bókmennta hér á landi".1 Greinin er mjög vígreif og hana verð-
ur að skoða í ljósi þess að blaðagreinar á þessum tíma voru miklum mun
stóryrtari en við eigum að venjast. Hins vegar kemur annað til sem ég
hefði sjálfsagt átt að gefa gaum. Umfjöllun Þórbergs um þessar meintu
ávirðingar Þórleifs Bjarnasonar er undarlega gildishlaðin og jafnvel
heiftúðug. Þetta sést af samanburði við hina ritgerðina, „í verum“ þar
sem á sama hátt er sagður bæði kostur og löstur á bók og dregnar hlið-
stæður milli stíls og skapgerðar í trausti þeirrar skoðunar að stíllinn
opinberi manninn. En þessi neikvæðu gildishlöðnu orð er þar ekki að
finna. Þar er engin uppskafning, lágkúra eða ruglandi, ekki notuð orð
eins og feyra, óþolandi lýti, skrumskælingur, hræmulega, hryllileg sýn-
ingarsýki, fáránlegasta skrúfmælgi, þrálátt skrúf, svo að aðeins sé vitnað
í meint einkenni uppskafningar. Þannig get ég vel fallist á að sá sem er
„kennt“, höfundur Hornstrendingabókar, verðskuldi ekki svo harðan
dóm.
Uppskafning átalin
Áður en við kveðum upp úr um ástæðu þessarar hörðu ádrepu er rétt að
dvelja aðeins við fyrirbærið uppskafningu og í hverju hún er fólgin að
mati Þórbergs. Eitt „sjúkdómseinkennið“ er hátíðlegt orðaval umfram
48
TMM 2006 • 1