Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 51
Um fjarvíddir óræðisins það sem efnið gefur tilefni til. Angi af slíku langsóttu orðavali er það þegar höfundar nota „orð og orðasambönd í röngum eða afkáralegum merkingum“ (231). Þetta einkenni kallar Þórbergur á öðrum stað „hrifl- ingabjargastíl" og kennir við Halldór Kiljan Laxness: Hann hrifsar til sín orð og orðasambönd héðan og þaðan og stillir þessu út í ritverkum sínum. En þessir útstillingar standa venjulega ekki í neinu lífrænu samhengi við umhverfi sitt og hreppa stundum þær meðferðir að vera notaðir í skökkum merkingum, hvort tveggja vegna þess, að þær eru rapseri, sammens- krab, en ekki lifandi gróður, sem dafnað hefur innra með höfundinum og samlagazt sálarlífi hans eins og mælt mál. Hann skrifar íslenzku eins og útlend- ingur, sem hefur lært málið á bók. Þetta mun nú hvítasunnusöfnuðinum þykja seigur biti.2 Annað helsta atriðið sem höfundi Hornstrendingabókar er talið til upp- skafningar er ofnotkun eignarfallssetninga. Ég tilfæri tvö dæmi af mörgum: Harðir vetur með [...] hamförum hafsins og ískrandi náhljóðum hafíssins Fólkið [...] nýtur á ný sóltöfra vordagsins og æfintýralegra tilbrigða umhverf- isins (206—7). Hliðstæður við þetta má finna t.a.m. í Heimsljósi Halldórs Laxness: Sól kvöldsins lék skíran málm í gluggum bæarins, hið íburðarmikla skraut sól- setursins gerði sitt til að réttlæta hugmyndir skáldsins um austurlenska prakt staðarins; það var líka nýtt túngl. En fyrir botni fjarðarins varð víður dalur með breiðum grundum, á þessa dals rann silfurskær í mót kvöldsólinni, grænka hlíðanna og gular nýslegnar eingjar roðnuðu í velsælu kvöldsins.3 Aðrar skírskotanir í verk Halldórs er ekki erfitt að finna. Það er t.a.m. merkileg skopstæling á bls. 214 í „Einum kennt öðrum bent“. Upphafið á sér fyrirmynd í Hornstrendingabók. En seinni parturinn er algerlega kiljanskur. Hann er svona: Dag einn um miðaftansbil sitja þau tvö uppí hlíðinni og horfa með dul í augum á tvö hvít ský út í fjarrænum víðernum loftsins. Og það var tungl og lambær í haga. Og svo líður upp af þeim með fjarræna tjáningu í augum, og þau leysast alveg upp og sameinast hvítum gufum fjarvíddanna, ofar goðsögn og tjáningu annars heims. Fjarrænan er ættuð frá Þórleifi Bjarnasyni, en líka úr Sjálfstœðufólki, þ.e. fyrstu útgáfu. í kaflanum Vetrarmorgunn í upphafi annars bindis má bæði lesa um „hinar óræðu fjarvíddir morgunsins“ og „hinar hljómrænu fjarvíddir óræðisins“. Annars er skopstælingin beint eftir Heimsljósi: TMM 2006 • 1 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.