Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 51
Um fjarvíddir óræðisins
það sem efnið gefur tilefni til. Angi af slíku langsóttu orðavali er það
þegar höfundar nota „orð og orðasambönd í röngum eða afkáralegum
merkingum“ (231). Þetta einkenni kallar Þórbergur á öðrum stað „hrifl-
ingabjargastíl" og kennir við Halldór Kiljan Laxness:
Hann hrifsar til sín orð og orðasambönd héðan og þaðan og stillir þessu út í
ritverkum sínum. En þessir útstillingar standa venjulega ekki í neinu lífrænu
samhengi við umhverfi sitt og hreppa stundum þær meðferðir að vera notaðir í
skökkum merkingum, hvort tveggja vegna þess, að þær eru rapseri, sammens-
krab, en ekki lifandi gróður, sem dafnað hefur innra með höfundinum og
samlagazt sálarlífi hans eins og mælt mál. Hann skrifar íslenzku eins og útlend-
ingur, sem hefur lært málið á bók.
Þetta mun nú hvítasunnusöfnuðinum þykja seigur biti.2
Annað helsta atriðið sem höfundi Hornstrendingabókar er talið til upp-
skafningar er ofnotkun eignarfallssetninga. Ég tilfæri tvö dæmi af
mörgum:
Harðir vetur með [...] hamförum hafsins og ískrandi náhljóðum hafíssins
Fólkið [...] nýtur á ný sóltöfra vordagsins og æfintýralegra tilbrigða umhverf-
isins (206—7).
Hliðstæður við þetta má finna t.a.m. í Heimsljósi Halldórs Laxness:
Sól kvöldsins lék skíran málm í gluggum bæarins, hið íburðarmikla skraut sól-
setursins gerði sitt til að réttlæta hugmyndir skáldsins um austurlenska prakt
staðarins; það var líka nýtt túngl. En fyrir botni fjarðarins varð víður dalur
með breiðum grundum, á þessa dals rann silfurskær í mót kvöldsólinni, grænka
hlíðanna og gular nýslegnar eingjar roðnuðu í velsælu kvöldsins.3
Aðrar skírskotanir í verk Halldórs er ekki erfitt að finna. Það er t.a.m.
merkileg skopstæling á bls. 214 í „Einum kennt öðrum bent“. Upphafið
á sér fyrirmynd í Hornstrendingabók. En seinni parturinn er algerlega
kiljanskur. Hann er svona:
Dag einn um miðaftansbil sitja þau tvö uppí hlíðinni og horfa með dul í augum
á tvö hvít ský út í fjarrænum víðernum loftsins. Og það var tungl og lambær í
haga. Og svo líður upp af þeim með fjarræna tjáningu í augum, og þau leysast
alveg upp og sameinast hvítum gufum fjarvíddanna, ofar goðsögn og tjáningu
annars heims.
Fjarrænan er ættuð frá Þórleifi Bjarnasyni, en líka úr Sjálfstœðufólki, þ.e.
fyrstu útgáfu. í kaflanum Vetrarmorgunn í upphafi annars bindis má
bæði lesa um „hinar óræðu fjarvíddir morgunsins“ og „hinar hljómrænu
fjarvíddir óræðisins“. Annars er skopstælingin beint eftir Heimsljósi:
TMM 2006 • 1
49