Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 59
ÁHRIFAMIKILL útúrsnúningur Bridget og hann ná loksins saman. Hér má bæta því við að frásögnin er skopstæling á sögu Jane Austen, Hroka og hleypidómum (frá 1813), sem gefur lesendum sem þekkja sögu Austen leið til að spá hvað muni gerast. Við vitum því meira en Bridget, sem veit ekki að hún er að endurlifa þessa gömlu skáldsögu. En hver er þessi Bridget? Hún er þrjátíu og eitthvað ára, tilheyrir millistétt og er gagnkynhneigð, einhleyp, hvít kona sem býr í miðborg Lundúna. Hún er með háskólapróf í ensku og vinnur hjá útgáfufyrirtæki þegar sagan hefst. Útliti hennar er aldrei lýst (sem er mjög óvenjulegt), það eina sem við vitum um það er hvað hún er þung frá degi til dags. Frásögnin er í fyrstu persónu og segir Bridget sögu sína með eigin orðum, með sínum eigin vangaveltum um það sem er að gerast, auk þess sem hún opinberar vonir sínar og þrár, ótta og vonbrigði, gleði sína og hamingju. Dagbókarformið gefur lesandanum beinan aðgang að hugs- unum aðalsöguhetjunnar. Það felur ekkert fyrir lesandanum og við fáum því tækifæri til að taka þátt í tilfinningum hennar og sjá hvernig hún túlkar atburði í eigin lífi. Þetta er mjög persónulegt frásagnarform sem gerir höfundinn ósýnilegan og textinn verður eins og hann sé raunverulegur, ekki skáldskapur. Utanaðkomandi þrýstingur Utanaðkomandi þrýstingur á Bridget um að verða sér úti um kærasta, giftast og eignast börn gengur í gegnum alla bókina. í hvert skipti sem hún mætir í fjölskylduboð eða er boðið í mat til vina og kunningja, sem eru giftir, fyllist hún kvíða vegna spurningarinnar sem hún veit að verð- ur borin upp. „[...] Jæja og hvernig ganga ástarmálin hjá þér?“ Jesús minn. Af hverju getur gift fólk ómögulega skilið að það er elcki lengur kurteislegt að spyrja svona? Ekki myndum við stökkva á þau og æpa, „Hvernig gengur hjónabandið? Stundið þið ennþá kynlíf?" Það vita allir að sambönd fólks á fertugsaldri eru ekki eins léttlynd og ábyrgðarlaus og þegar maður var tuttugu og tveggja. Heiðarlegasta svarið við svona spurningu væri eitthvað í þessum dúr: „Raunar birtist kvænti elskhuginn minn í gærkvöldi í sokkabandabelti og krúttaralegum angórutoppi og sagði mér að hann væri öfugur/ kynlífsfíkill/ eitur- lyfjaneytandi/ skuldbindingarfæla/ og lamdi mig svo með gervitippi," frekar en: „Alveg æðislega, takk.“ En ég er ekki lygin að eðlisfari svo ég muldraði um leið og ég leit skömm- ustulega á Geoffrey, „Ágætlega," og hafði ekki sleppt orðinu þegar hann galaði hástöfum „Svo þú ert ekki enn komin með gæja!“ „Bridget! Hvað eigum við að gera við þig!“ sagði Una. „Þið þessar frama- TMM 2006 • 1 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.