Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 60
Hugrún R. Híaltadóttir skvísur! Svei mér þá! Þú getur ekki frestað þessu til eilífðar, skal ég segja þér. Tikk-takk-tikk-takk.“ „Hárrétt. Hvernig í ósköpunum getur kvenmaður komist á þinn aldur án þess að vera gift?“ (15-16) Þetta samtal á sér stað í nýársboði, strax og hún gengur inn um dyrnar. Nánast nákvæmlega sama samtal á sér stað á jóladag, ári seinna, við sama fólkið og hefst á sömu spurningunni. Viðbrögð Bridgetar í þessu tilfelli eru heldur ekki einstök. Við annað tækifæri langar hana mest af öllu að öskra á vinkonu sína að hún eigi ekki kærasta „Af því að mig langar ekki til að enda eins og þú, feita, hundleiðinlega mjólkurbeljan þín...“ eða vegna þess... „að undir fötunum er bókstaflega allur líkami minn þakinn hreistri“ (39). Þó að fjölskylda hennar og vinir séu enda- laust að reyna að koma henni saman við misáhugaverða menn nefnir hún aldrei þennan pirring sinn við neinn. Að vera einhleyp á hennar aldri er látið líta út fyrir að vera mjög óvenjulegt og það styrkir hin gagnkynhneigðu gildi. f leiðinni leyfir Fielding sér þó að snúa út úr þessum aðstæðum, og útrásin sem Bridget fær í dagbókinni gerir þessi gildi sýnileg. Valentínusardagurinn nálgast og Bridget hefur engan karlmann til að fagna með á þessum alþjóðlega degi gagnkynhneigðrar ástar. í dagbók- inni lýsir hún vonbrigðum sínum og vilja til að láta sér standa á sama: Jesús góður. Valentínusardagur á morgun. Hvers vegna? Hvers vegna? Af hverju setur allur heimurinn sig í stellingar til að láta fólki sem ekki er í rómantískum ástarsamböndum finnast það vera algjörir asnar þegar allir vita að rómantíkin gerir hvort sem er ekki nokkurt gagn. Það þarf ekki annað en líta á konungsfjöl- skylduna. Eða mömmu og pabba. Valentínusardagurinn er bara harðsoðið gróðafyrirtæki, verslunarsukk gæti ekki komið mér minna við. (46) Næsta færsla á eftir hefst svo á orðunum: „Vei. Upp er runninn sjálfur Valentínusardagurinn. Ætli pósturinn sé kominn? Kannski er kort frá Daníel. Eða einhverjum leyniaðdáanda' (bls 46). Hér verður augljóst að þrýstingurinn er ekki bara úr hennar nánasta umhverfi heldur frá sam- félaginu í heild og henni sjálfri. Þó að það sé nokkur sannleikur í gagn- rýnisorðum hennar þá vill hún samt taka þátt hátíðahöldunum. Svona vangaveltur eiga heldur ekki heima í ástarsögu sem eingöngu á að fjalla um leitina að ástinni og er því hægt að sjá þetta sem gagnrýni á áhersl- una á gagnkynhneigða ást í menningu okkar. Ekki síst þar sem þetta kemur nokkrum sinnum fyrir. Vilji Bridgetar til þess að láta sér standa á sama fellur yfirleitt um sjálf- 58 TMM 2006 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.