Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 60
Hugrún R. Híaltadóttir
skvísur! Svei mér þá! Þú getur ekki frestað þessu til eilífðar, skal ég segja þér.
Tikk-takk-tikk-takk.“
„Hárrétt. Hvernig í ósköpunum getur kvenmaður komist á þinn aldur án þess
að vera gift?“ (15-16)
Þetta samtal á sér stað í nýársboði, strax og hún gengur inn um dyrnar.
Nánast nákvæmlega sama samtal á sér stað á jóladag, ári seinna, við
sama fólkið og hefst á sömu spurningunni. Viðbrögð Bridgetar í þessu
tilfelli eru heldur ekki einstök. Við annað tækifæri langar hana mest af
öllu að öskra á vinkonu sína að hún eigi ekki kærasta „Af því að mig
langar ekki til að enda eins og þú, feita, hundleiðinlega mjólkurbeljan
þín...“ eða vegna þess... „að undir fötunum er bókstaflega allur líkami
minn þakinn hreistri“ (39). Þó að fjölskylda hennar og vinir séu enda-
laust að reyna að koma henni saman við misáhugaverða menn nefnir
hún aldrei þennan pirring sinn við neinn. Að vera einhleyp á hennar
aldri er látið líta út fyrir að vera mjög óvenjulegt og það styrkir hin
gagnkynhneigðu gildi. f leiðinni leyfir Fielding sér þó að snúa út úr
þessum aðstæðum, og útrásin sem Bridget fær í dagbókinni gerir þessi
gildi sýnileg.
Valentínusardagurinn nálgast og Bridget hefur engan karlmann til að
fagna með á þessum alþjóðlega degi gagnkynhneigðrar ástar. í dagbók-
inni lýsir hún vonbrigðum sínum og vilja til að láta sér standa á sama:
Jesús góður. Valentínusardagur á morgun. Hvers vegna? Hvers vegna? Af hverju
setur allur heimurinn sig í stellingar til að láta fólki sem ekki er í rómantískum
ástarsamböndum finnast það vera algjörir asnar þegar allir vita að rómantíkin
gerir hvort sem er ekki nokkurt gagn. Það þarf ekki annað en líta á konungsfjöl-
skylduna. Eða mömmu og pabba.
Valentínusardagurinn er bara harðsoðið gróðafyrirtæki, verslunarsukk gæti
ekki komið mér minna við. (46)
Næsta færsla á eftir hefst svo á orðunum: „Vei. Upp er runninn sjálfur
Valentínusardagurinn. Ætli pósturinn sé kominn? Kannski er kort frá
Daníel. Eða einhverjum leyniaðdáanda' (bls 46). Hér verður augljóst að
þrýstingurinn er ekki bara úr hennar nánasta umhverfi heldur frá sam-
félaginu í heild og henni sjálfri. Þó að það sé nokkur sannleikur í gagn-
rýnisorðum hennar þá vill hún samt taka þátt hátíðahöldunum. Svona
vangaveltur eiga heldur ekki heima í ástarsögu sem eingöngu á að fjalla
um leitina að ástinni og er því hægt að sjá þetta sem gagnrýni á áhersl-
una á gagnkynhneigða ást í menningu okkar. Ekki síst þar sem þetta
kemur nokkrum sinnum fyrir.
Vilji Bridgetar til þess að láta sér standa á sama fellur yfirleitt um sjálf-
58
TMM 2006 • 1