Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 61
Áhrifamikill útúrsnúningur an sig á mjög kaldhæðnislegan hátt. Hún á til að segja hluti eins og „ég er heilsteypt kona sem þarf ekki á karlmönnum að halda til þess að finna hina algjöru fullkomnun“ (41), en í næstu andrá hefur henni snúist hugur. „Hmm. Daníel virðist ekki vera kominn enn. [...] Enn bólar ekk- ert á Daníel“ (42). Hugmyndir hennar um að vera heilsteypt kona sem þarf ekki á karlmönnum að halda eru aðeins ósk sem fær ekki tækifæri til að rætast í heimi þar sem ofuráherslan er á gagnkynhneigð gildi. Hér notar Fielding kaldhæðni og hlátur til þess að snúa út úr hinum hefð- bundnu gildum og nota þau gegn sjálfum sér með því að draga fram í dagsljósið hluti sem eru annars ósýnilegir. Lesandi sem er í svipuðum aðstæðum og Bridget fær tækifæri til að finna samkennd með henni og gera sér grein fyrir að hann er ekki einn í þessari aðstöðu. Aðrir lesend- ur, sem tilheyra kannski hópnum sem spyr hinnar ljótu spurningar, gera sér hugsanlega grein fyrir því að það er ekki við hæfi að skipta sér svona af og að það kemur öðrum ekki við hvernig fólk lifir lífinu. Jafnvel getur það leitt til þess að einhver hugsi sig tvisvar um áður en spurningin er borin upp næst. Útúrsnúningur eins og þessi getur því hjálpað til við að grafa undan hefðbundnum gildum og gefa fjölbreytileikanum smá pláss. Fyrirmyndarkonan Bridget þekkir vel ímynd hinar fullkomnu konu og leggur sig alla fram við að gangast upp í henni. MIÐNÆTTI. Úff. Algerlega útkeyrð. Það er varla heilbrigt að æfa sig fyrir stefnumót eins og ráðningarviðtal? [...] Síðan ég fór úr vinnunni er ég næstum búin að kafna og fara í bakinu í eróbikktíma; auk þess er ég búin að skrapa beran skrokkinn á mér í sjö mínútur með hörðum bursta, taka til í íbúðinni, fylla ísskápinn, plokka á mér augabrýrnar, fletta dagblöðunum og bókinni Hið fullkomna kynlíf, setja í þvottavél og vaxa lappirnar á mér sjálf því að það var of seint að panta tíma. Lá fyrir rest á fjórum fótum á handklæði að baksa við að rífa kolfastan vaxbút aftan af kálfanum á mér um leið og ég horfði á Kastljós til þess að geta snarað fram áhugaverðum skoðunum á einhverju. Mér er illt í bakinu, er með dúndrandi hausverk og lappirnar á mér eru eldrauðar, útataðar í vaxklessum. Viturt fólk myndi segja að Daníel ætti að elska mig eins og ég er, en ég er barn Cosmopolitan menningarinnar, sködduð af glæsifyrirsætum og alltof mörgum persónuleikaprófum og veit þess vegna að hvorki persónuleiki minn né líkami stenst nokkuð af þessu ef ekkert er að gert. Ég þoli ekki þetta álag. Ég ætla að aflýsa stefnumótinu og éta kleinuhringi í kvöld í gamalli peysu með eggjablettum. (54) TMM 2006 • 1 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.