Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 65
Jón Yngvi Jóhannsson
Skáldsagan og samtíminn
Hugleiðingar um nokkrar
íslenskar skáldsögur ársins 2005
í haust fór af stað umræða í Lesbók Morgunblaðsins um íslenskar bók-
menntir og ekki síst skáldsöguna. Þar voru uppi ýmis sjónarmið, m.a. að
skáldsagan væri dauð, að krimmar væru að yfirtaka bókmenntakerfið
og síðast en ekki síst að íslenskar bókmenntir skorti átakanlega tengingu
við samfélagið, þær væru ekki leiðandi í samfélagslegri umræðu. Ég var
ósammála öllum þessum greinum þegar þær komu út þótt raunar hafi
farið að renna á mig tvær grímur með krimmavæðinguna þegar líða tók
á haustið. En það er ekki út í hött að velta aðeins fyrir sér skáldsögum
síðasta árs í samhengi þessarar umræðu og velta fyrir sér hvort skáld-
sögur ársins styðja að einhverju leyti viðhorf þeirra sem þar tóku til
máls eða kollvarpa jafnvel kenningum þeirra. Hér verður að vísu ekki
fjallað um glæpasögur, það bíður betri tíma, en mér sýnist að skáldsög-
ur síðasta árs geri sitt til hvors tveggja, að rýna í samtímann og fjalla um
hann og að kanna möguleika skáldsögunnar sem bókmenntaforms. f
nokkrum af bestu skáldsögum ársins tekst höfundunum að sameina
þetta tvennt, samfélagslegt erindi og könnun skáldsöguformsins.
Samtíminn á dagskrá
Nokkrar af skáldsögum ársins 2005 mætti beinlínis lesa sem tilraunir til
að afsanna þá staðhæfingu að bókmenntir skorti tengsl við samtímann.
Þetta eru skáldsögur sem setja samfélagslegt erindi í fyrsta sæti, fjalla
hver með sínum hætti um hugmyndastrauma í samtímanum eða ein-
staklinga sem eru áberandi. Aðferðir þeirra við að tengja sig samtím-
anum eru þó býsna ólíkar og ekki allar jafn vel heppnaðar.
Eins og Gauti Kristmannsson vakti athygli á í ágætum útvarpsþætti
fyrir skömmu var það áberandi á síðasta ári að skáldsögur notfærðu sér
atburði og þekkta einstaklinga úr samtímanum sem hráefni í skáld-
sögur. Lifandi fólk, ekki síst rithöfundar, gekk ljóslifandi um síður nýrra
TMM 2006 • 1
63