Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 65
Jón Yngvi Jóhannsson Skáldsagan og samtíminn Hugleiðingar um nokkrar íslenskar skáldsögur ársins 2005 í haust fór af stað umræða í Lesbók Morgunblaðsins um íslenskar bók- menntir og ekki síst skáldsöguna. Þar voru uppi ýmis sjónarmið, m.a. að skáldsagan væri dauð, að krimmar væru að yfirtaka bókmenntakerfið og síðast en ekki síst að íslenskar bókmenntir skorti átakanlega tengingu við samfélagið, þær væru ekki leiðandi í samfélagslegri umræðu. Ég var ósammála öllum þessum greinum þegar þær komu út þótt raunar hafi farið að renna á mig tvær grímur með krimmavæðinguna þegar líða tók á haustið. En það er ekki út í hött að velta aðeins fyrir sér skáldsögum síðasta árs í samhengi þessarar umræðu og velta fyrir sér hvort skáld- sögur ársins styðja að einhverju leyti viðhorf þeirra sem þar tóku til máls eða kollvarpa jafnvel kenningum þeirra. Hér verður að vísu ekki fjallað um glæpasögur, það bíður betri tíma, en mér sýnist að skáldsög- ur síðasta árs geri sitt til hvors tveggja, að rýna í samtímann og fjalla um hann og að kanna möguleika skáldsögunnar sem bókmenntaforms. f nokkrum af bestu skáldsögum ársins tekst höfundunum að sameina þetta tvennt, samfélagslegt erindi og könnun skáldsöguformsins. Samtíminn á dagskrá Nokkrar af skáldsögum ársins 2005 mætti beinlínis lesa sem tilraunir til að afsanna þá staðhæfingu að bókmenntir skorti tengsl við samtímann. Þetta eru skáldsögur sem setja samfélagslegt erindi í fyrsta sæti, fjalla hver með sínum hætti um hugmyndastrauma í samtímanum eða ein- staklinga sem eru áberandi. Aðferðir þeirra við að tengja sig samtím- anum eru þó býsna ólíkar og ekki allar jafn vel heppnaðar. Eins og Gauti Kristmannsson vakti athygli á í ágætum útvarpsþætti fyrir skömmu var það áberandi á síðasta ári að skáldsögur notfærðu sér atburði og þekkta einstaklinga úr samtímanum sem hráefni í skáld- sögur. Lifandi fólk, ekki síst rithöfundar, gekk ljóslifandi um síður nýrra TMM 2006 • 1 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.